Heimsmeistarar í hringrásarhugsun og sjálfbærni? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:00 Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við ótal dæmi um hvernig við höfum staðið okkur verulega vel í hringrásarhugsun og sjálfbærni. Við þurftum að finna aðferðir við að geyma matvæli til að deyja ekki úr hungriekki bara alveg óvart heldur meira af algjörri nauðsyn og mikilli neyð. Frá árinu 872 +/- 2 ár til 1920 var Ísland nánast fullkomið hringrásarhagkerfi. Við lærðum að byggja hús með því að nýta efni og afganga því það var hvorki þekking eða aðgengi að öðru byggingaefni. Aftur, neyð en á sama tíma gríðarlega mikil þekking og nýting á hráefni sem hægt var að nálgast í nágrenninu. Ég er ekki að mæla með því að við færum okkur aftur í torfkofana eða að við förum að súrsa mat, hinsvegar ættum við að hugsa okkur verulega um áður en það verður aftur neyðin sem ýtir okkur í nýjar áttir. Við höfum ennþá val og það val getur verið verulega skemmtilegt og uppbyggjandi. Ekkert kvíðavaldandi við það að fá tækifæri til að byggja upp bjarta og skapandi framtíð. Síðustu 20-30 ár hafa einkennst af velmegun og mikilli neyslu. Afleiðingarnar, ef við girðum okkur ekki í brók fljótlega, gæt orðið dálítið mikil og löng þynnka. Við getum heldur ekki bara farið í að endurhanna alla hluti sem hafa verið hannaðir hingað til, við þurfum að hanna hluti frá byrjun með það fyrir augum að það sé hringrás fyrir þessa ákveðnu hluti og raunveruleg not og þörf. Munum að náttúran gerir ekki mistök, aldrei. Maðurinn, ég og þú, gerum mistök. Nátturan hinsvegar mun refsa okkur með sínum aðferðum hvort sem við kjósum að líta á núverndi heimsfaraldur, flóð og/eða hverskonar náttúruhamfarir sem hluta af þeirri refsingu. Það þýðir samt ekki að við séum vond eða illa meinandi. Við erum bara mannleg, það góða við það hinsvegar er að við getum lært af okkar mistökum og bætt um betur. Það er ekki nóg að stjórnvöld geri þetta, það er ekki nóg að ein og ein eða stærsta atvinnugreinin geri þetta, það er ekki nóg að allir einstaklingar flokki ruslið sitt, það er ekki nóg að ungt fólk hafi metnað. Við þurfum að gera þetta öll, saman á sama tíma. (Hér gæti ég verið með stórkemmtilega samlíkingu við smalamennsku en ég bíð aðeins með það) Hættum að skammast og koma inn samviskubiti yfir því hvernig komið er, það gerir ekkert annað en að letja fólk til alvöru verka. Verum stolt af því að vinna að þessu saman, látum okkur hlakka til að uppskera árangurinn, nýtum samtakamáttinn og finnum gleðina í að eiga frábær lífsgæði saman á þessum dásamlega eyjaklumpi sem við köllum heima. Verum öðrum síðan fyrirmynd og bætum heiminn, eitt skref, einn bita í einu. Höfum hugrekki, núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun