Börn skipa sess í borgarmenningu Ellen Jacqueline Calmon skrifar 20. nóvember 2021 16:58 Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Menning Ellen Jacqueline Calmon Reykjavík Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun