Börn skipa sess í borgarmenningu Ellen Jacqueline Calmon skrifar 20. nóvember 2021 16:58 Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Menning Ellen Jacqueline Calmon Reykjavík Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða. Mér finnst mikilvægt að horft sé til barna í allri stefnumótun. Á þessu kjörtímabili hafa nokkrar nýjar stefnur borgarinnar litið dagsins ljós. Má þar nefna menntastefnu, velferðarstefnu, lýðheilsustefnu, lýðræðisstefnu og nú síðast var menningarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 samþykkt á borgarstjórnarfundi sl. þriðjudag 16. nóvember. Allar þessar stefnur eiga það sameiginlegt að börn og ungmenni skipa þar sess. Börn skipa sess í menningarstefnunni Í menningarstefnunni segir: „Menningarlíf borgarinnar á að standa öllum opið þannig að hver og einn skynji hlutdeild sína í menningarlífinu, geti tekið þátt í því á eigin forsendum og allir hafi jafnt aðgengi. Lögð er rækt við að allir einstaklingar vaxi, dafni og uni sér saman“. Menningastefna Reykjavíkurborgar byggir meðal annars á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en hún byggir ekki síst á öðrum stefnum sem borgin hefur sett á þessu kjörtímabili. Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna menntstefnu Reykjavíkurborgar en hún er grundvölluð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fagnar 32 ára afmæli í dag. Barnamenning skipar sinn sess í menningarstefnunni. Ég hef sérstaklega talað fyrir mikilvægi þess að vel sé byggt undir barnamenningu, enda býr lengi að fyrstu gerð. Með því að kynna börn fyrir listum og menningu og ala þau upp í því að njóta lista, skapa, sækja menningastofnanir og viðburði, taka þátt og vera með, erum við ekki bara að ala upp nýja listunnendur eða listafólk – heldur erum við einnig að bjóða upp á umhverfi sem ýtir undir og víkkar skynjun barnanna. Þannig erum við að bjóða upp á aukin tækifæri barna til að hugsa út fyrir rammann, skapa og uppfinna. Ég trúi að þannig skapist jarðvegur til samfélagslegrar nýsköpunar þar sem hugmyndir að hvers kyns framsæknum lausnum á ýmsum sviðum geta orðið til. Barnamenningarhús Í aðgerðaráætluninni sem fylgir stefnunni kemur meðal annars fram að við viljum gera fjármagns- og þarfagreiningu á stofnun Barnamenningarhúss. Við viljum efla listrænt vægi Barnamenningarhátíðar þar sem öflug listræn stjórnun á sér stað og framleiðsla listviðburða. Við viljum sníða menningarstarfið þannig að öll börn séu velkomin og geti tekið þátt og leggjum áherslu á þátttöku fjölbreytts hóps barna óháð uppruna, efnahags og búsetu. Þar er markmiðið að ná sem best til fjölskyldna sem upplifa sig fyrir utan menningarlíf borgarinnar. Fyrir unga sem aldna Í menningarstefnunni er einnig lögð áhersla á mikilvægi ævilangrar inngildingar og aðgengi borgarbúa að menningu og listum. Ungum sem öldnum er boðið upp í menningardans. Öllum íbúum á að vera gert kleift að njóta lista og menningar á öllum æviskeiðum sem svo aftur tengist velferðarstefnu og lýðheilsustefnu borgarinnar. Alls staðar skal vera rými fyrir börn Við viljum gera ráð fyrir barnarýmum í menningarstofnunum þar sem bæta má úr og sérstaklega skal horfa til þeirra þegar verið er að endurhanna eða byggja nýtt húsnæði fyrir menningu og listir. Grófarhús við Tryggvagötu á að endurgera en þar verður lifandi menningar- og samfélagshús sem mun meðal annars bjóða upp á fjölbreytt barnastarf. En endurgerð Grófarhússins rímar svo einnig við Græna planið þar sem stefnt er að því að öll endurgerð hússins verði unnin eftir umhverfisvænum leiðum. Þær fjölmörgu stefnur sem við höfum markað okkur á þessu kjörtímabili kjarnast í því sem Samfylkingin hefur haft að leiðarljósi í borgarstjórn; að gera góða borg enn betri – að gera líf barna og borgarbúa á öllum æviskeiðum innihaldsríkara. Til hamingju með daginn öll börn! Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun