Körfubolti

Valin í WNBA nýliðavalinu í apríl en er nú komin í Breiðablik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Micaela Kelly í leik með Central Michigan háskólanum í úrslitakeppni NCAA síðasta vor.
Micaela Kelly í leik með Central Michigan háskólanum í úrslitakeppni NCAA síðasta vor. Getty/ Carmen Mandato

Kvennalið Breiðabliks hefur samið við nýjan bandarískan leikmann en Micaela Kelly mun leysa af Chelsey Shumpert.

Micaela Kelly er 23 ára og 168 sentímetra bakvörður sem spilaði með Central Michigan háskólanum frá 2016 til 2021.

„Chelsey þótti ekki standa undir væntingum og því var tekinn sú ákvörðun að reyna að fá inn leikmann sem myndi skila meiru til liðsins, bæði sem leiðtogi og skorari,“ segir í frétt Blika.

Á lokaári sínum í skólanum var hún með 23,9 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hækkaði meðalskor sitt á hverju ári í skólanum en skoraði 21,5 stig í leik á næstsíðasta árinu.

Kelly var valin númer 21 af Connecticut Sun í nýliðavalin WNBA-deildarinnar í apríl en náði ekki að vinna sér sæti í leikmannahópi liðsins.

Hún byrjaði tímabilið með Antalya Gunesi í b-deildinni í Tyrklandi þar sem hún var með 13,3 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikum áður en hún hætti þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×