Græna orkan minnkar vistspor vöru og þjónustu Jóna Bjarnadóttir og Tinna Traustadóttir skrifa 16. nóvember 2021 10:30 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun