Sjáum við hænuskref eða splitstökk á COP26? Kristrún Tinna Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein COP26 Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir tveimur dögum var COP26 loftlagsráðstefnan í Glasgow formlega sett, ári á eftir áætlun eins og svo margir stórviðburðir sem fresta þurfti vegna COVID-19 samkomutakmarkana. Á ráðstefnunni munu fulltrúar þjóða víða um heim ræða stöðuna og næstu skref í baráttunni við loftlagsvána. Í hnotskurn er staðan sú að miðað við núverandi stöðu og skuldbindingar þjóða heimsins er ennþá langt í land með að við náum yfirlýstu markmiði Parísarsamningsins um kolefnishlutleysi á heimsvísu fyrir 2050. Enn metnaðarfyllri markmið og skuldbindingar eru nauðsynlegar. Þó að COP26 sé vissulega vettvangur fyrir slík loforð eru væntingar alþjóðlegra spekinga takmarkaðar. Flestir virðast vænta hænuskrefa þar sem markmið mjakast upp á við, frekar en þeirra stóru splitstökka sem þörf er á. Í síðasta mánuði kom úr skýrsla frá UN PRI, armi Sameinuðu þjóðanna sem sérhæfir sig í ábyrgum fjárfestingum, um óumflýjanleg viðbrögð stjórnvalda við þeirri stöðu sem er uppi. Í skýrslunni er sagt að búast megi við stigvaxandi aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin; að núverandi hegðun og spá um loftlagsaðgerðir duga ekki til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð. Því er samkvæmt skýrslunni ljóst að á næstu árum þarf að hraða aðgerðum (hvatar, kvótar, boð og bönn í formi regluverks) og muni slíkar aðgerðir einkum raungerast á árunum 2023-2025. Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp að núverandi markmið Íslands er að verða óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Um helmingur losunar á ábyrgð Íslands kemur frá flutningum á landi og sjávarútvegi og því er jarðefnaeldsneyti sökudólgurinn fyrir okkar kolefnisspori. Í kosningabaráttunni kepptust flokkarnir við að „bjóða betur“ en núverandi markmið... kolefnishlutleysi 2045... kolefnishlutleysi 2040 eða einfaldlega „fyrst í heimi“ án þess að ljóst sé hvenær það gæti í fyrsta lagi orðið. En hvers vegna skiptir þetta máli fyrir íslensk fyrirtæki? Ef, eða kannski frekar þegar, hertari aðgerðir verða að veruleika má búast við að verðmæti eigna sem eru hlutfallslega mjög mengandi eða háðar jarðefnaeldsneyti rýrni á einni nóttu. Slík virðisbreyting er í loftlagsáhættufræðum kölluð umbreytingaráhætta (e. transition risk) til aðgreiningar frá raunlægri áhættu (e. physical risk) sem hlýst af beinum áhrifum loftlagsbreytinga eins og ofsaveðri. Fyrir fyrirtæki þýðir þetta að mæling á kolefnisspori rekstrar og markmið um samdrátt í losun verða enn mikilvægari en áður. Án þess að þekkja sitt spor er erfitt að vita hvar stærstu tækifærin til að draga úr losun liggja. Til marks um hvað leiðandi fyrirtæki eru að gera erlendis má benda á að stærstu fyrirtæki Evrópu eru á fleygiferð að setja sér markmið og í dag hafa 70 af 100 félögum í bresku hlutabréfavísitölunni FTSE100 sett sér markmið um kolefnishlutleysi á einhverju formi. Um þriðjungur af um það bil 1.000 stærstu fyrirtækjum Evrópu höfðu í ágúst síðastliðnum sett sér markmið um kolefnishlutleysi hvað varðar beina og óbeina losun eigi síðar en 2050. Mörg þessara markmiða hafa verið kynnt á árinu 2021 og líklega hafa þessar tölur hækkað enn meira nú þegar í aðdraganda COP26 ráðstefnunnar. Hlutfallslega mun færri íslensk fyrirtæki hafa stigið slíkt skref og gefið út opinbert markmið um kolefnishlutleysi. Háværari krafa um kolefnishlutleysi fyrirtækja hér á landi eins og annars staðar er tímaspursmál auk þess sem það felst samkeppnisforskot í því að vera leiðandi í þessum málum. Ísland er í kjörstöðu til þess að vera í forystu í málaflokknum en til þess að hafa efni á að geta kallað okkur grænust í heimi þurfum við svo sannarlega að vera á tánum því samkeppnin erlendis er á fleygiferð. Höfundur er forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Íslandsbanka.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun