Hvað segja einræðisherrarnir um Ísrael og Gyðinga? FInnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. október 2021 07:31 Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar