Óumbeðin verkstjórn afþökkuð Gauti Jóhannesson skrifar 18. október 2021 10:30 Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Fiskeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls. Þrír styrkir fóru til Vestfjarða samtals um 34 milljónir og tveir til Austfjarða samtals rúmar 70 milljónir. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir sáttir með þessa fyrstu úthlutun. Bent hefur verið á að innborganir í sjóðinn á síðasta ári hafi að megninu til komið frá sunnanverðum Vestfjörðum og því skjóti skökku við hve hátt hlutfall styrkja fari austur. Jafnframt endurspegli úthlutunin aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp að allt frá því að drög að reglugerð um fiskeldissjóð birtust í Samráðsgátt í lok árs 2019 hafa sveitarfélögin gert alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið og raunar gjaldtöku af fiskeldisstarfsemi í heild sinni. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnin var í samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga dags. 8. janúar 2020 segir: “Í upphafi telur Samband íslenskra sveitarfélaga óhjákvæmilegt að halda því til haga að við setningu laga um gjaldtöku af fiskeldi lagðist það ásamt Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga eindregið gegn þeirri leið að stofna sérstakan sjóð til að ráðstafa hluta tekna ríkisins af gjaldtöku á fiskeldisstarfsemi. Á allan hátt væri eðlilegra að sveitarfélögin fengju í sinn hlut beina hlutdeild í tekjum af slíkri starfsemi til að standa undir nauðsynlegri innviðauppbyggingu.” Í ljósi þeirra stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eiga sér stað er gott til þess að vita að samkvæmt kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins er mikilvægt að: “…regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélaga verði sanngjörn.” Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í ágúst segir ennfremur: “Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs og gefur aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Skoðað verði með hvaða hætti megi auka beina hlutdeild sveitarfélaga að tekjum í greininni.” Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem vísað er í hér að fram segir einnig: “Að áliti sambandsins er það fyrirkomulag að úthluta fjármunum til sveitarfélaga í gegnum Fiskeldissjóð einungis tímabundið ástand og stefna beri að því að sveitarfélög fái sem fyrst beinar tekjur af fiskeldisstarfseminni.” Af áherslum meirihluta stjórnarflokkanna að dæma hafa sveitarfélögin sem um ræðir engu að kvíða. Fiskeldissjóði er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Kjörnum fulltrúum á Vestfjörðum, Austfjörðum og mögulega við Eyjafjörð er fyllilega treystandi til að vega og meta hvar uppbyggingar er þörf innan þeirra sveitarfélaga og afþakka óumbeðna verkstjórn í þeim efnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun