Mikilvægi þess að hugsa tuttugu ár fram í tímann Esther Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 08:01 Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig framtíð sérðu fyrir þér eftir 20 ár? Spurning sem þessi getur verið flókin, tíminn afstæður og að hugsa til ársins 2041 getur virst fjarstæðukennt. Hins vegar er fortíðin einhvern veginn nær og áþreifanlegri. Ég get til dæmis auðveldlega rifjað upp augnablik 20 ár aftur í tímann, árið 2001. Þá flutti ég og kynntist nokkrum af mínum bestu vinkonum, byrjaði að lesa og fór á Harry Potter og viskusteininn í bíó með íslensku tali. Ég man greinilega eftir því þegar ég grúfði andlitið í kjöltuna á mömmu þegar prófessor Quirrell vafði túrbaninum af höfðinu á sér og ógnvænlegt andlit Voldemort blasti við. Eftir bíóferðina fór ég rakleiðis inn í herbergi og faldi allt Harry Potter efni sem ég átti undir rúmi og mátti það ekki líta dagsins ljós aftur. Hræðslan var svo djúpstæð að hrollur fer um mig bara við tilhugsunina. Þótt að framtíðin virðist óljósari er sýn mín að mörgu leyti sambærileg minningunni um bíóferðina þegar ég hugsa 20 ár fram í tímann. Hrollur fer um mig. Eftir 20 ár verð ég á fimmtugsaldri, og nei það er nú ekki það sem ég óttast. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að ég hef fylgst með óhugnanlegum breytingum á heiminum nú þegar. Ég hef fylgst með jöklum landsins bráðna fyrir framan nefið á mér og keyrt í gegnum endalausar brunarústir eftir skógarelda erlendis. Hræðslan er djúpstæð vegna þess að nýjasta skýrsla IPCC sýnir að ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða strax til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda muni hlýna á jörðinni um mun meira en 1,5°C á næstu 20 árum og þar með verður ekki aftur snúið. Í raun þýðir þetta viðmið, 1,5°C, öfgar. Öfgafyllri rigningar og flóð, öfgafyllri þurrkar, áframhaldandi súrnun sjávar, bráðnun jökla og sífrera… listinn heldur áfram og við höfum heyrt þetta allt. Það sem kannski verra er, er að þessir öfgar hafa bein áhrif og afleiðingar fyrir fólk og gera það nú þegar. Heilu samfélögin hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leggjast á flótta vegna þurrka og flóða, alvarlegir sjúkdómar eins og þunglyndi og áfallastreituröskun sem og aukin sjálfsmorðstíðni hafa verið beintengd við hamfarahlýnun og veðuröfgar vegna hlýnunarinnar hafa stuðlað og ýtt undir ójöfnuð til dæmis á milli kynja og kynþátta. Eftir 20 ár, árið 2041, verða öfgarnir meiri og afleiðingarnar eftir því. Það er dapurt að hugsa til þess að eftir 20 ár sjái ég helst fyrir mér að grúfa andlitið í kjöltuna á mömmu, skelfd við þann ógnvænlega heim sem við blasir. Dauðhrædd því hann er raunverulegur og honum verður ekki komið fyrir í dimmu horni innst undir rúminu mínu. Í dag er þó enn lítil ljóstíra í myrkrinu. Við getum enn komið okkur í burtu frá þessari dystópísku martröð sem færist nær og nær. En rétt eins og vísindasamfélagið allt hefur ítrekað þá verða stórtækar aðgerðir að eiga sér stað strax til þess. Núna árið 2021. Ríkisstjórn Íslands og Alþingi verða að taka til hendinni og ráðast í alvöru aðgerðir. Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú fara fram þurfa að setja loftslags- og umhverfismál í fyrsta sæti. Stórt verk er að vinna en til þess að auðvelda yfirvöldum það hafa Ungir umhverfissinnar tekið saman niðurstöður Sólarinnar með tilliti til fjölda þingsæta flokkanna. Mörg mál ættu því auðveldlega að hljóta afgreiðslu á komandi þingi. Þó ber að hafa í huga að þau málefni ein og sér duga ekki. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar hafa því einnig sent frá sér yfirlýsingu um mál sem verða að hljóta framgöngu á komandi þingi. Við krefjumst þess að ríkisstjórnin styðji í verki við markmið Parísarsáttmálans og að hún lýsi yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Verðandi ríkisstjórn Íslands verður að hugsa fram í tímann og hlusta á vísindasamfélagið. Hugsa til ársins 2041. Hugsa um þau beinu áhrif sem aðgerðir þeirra munu hafa á samfélagið í dag og á komandi kynslóðir. Verðandi ríkisstjórn, hvernig framtíð sjáið þið fyrir ykkur eftir 20 ár? Höfundur er með MSc gráðu í stjórnmálafræði með áherslu á loftslags- og umhverfismál og er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun