Fótbolti

Elías og félagar enn á toppi dönsku deildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland
Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland Foto Olimpik/NurPhoto via Getty Images

Tveimur leikjum er lokið í dönsku deildinni í knattspyrnu í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland eru með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 1-0 útisigur gegn Randers og Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB gerðu 1-1 jafntefli gegn Viborg.

Erik Sviatchenko skoraði eina mark leiksins fyrir Midtjylland í 1-0 sigri liðsins gegn Randers. Elías Rafn stóð á milli stanganna hjá Midtjylland, en liðið hefur nú 24 stig á toppi dönsku deildarinnar eftir tíu leiki.

Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn á miðjunni fyrir OB þegar að liðið heimsótti Viborg. 

Justin Lonwijk kom heimamönnum yfir strax á sjöundu mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Emmanuel Sabbi jafnaði metin fyrir OB eftir rúmlega klukkutíma leik og þar við sat. Aron Elís og félagar eru nú í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig, einu stigi meira en mótherjar dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×