Rétttrúnaður sem sviptir okkur þjónustu Högni Elfar Gylfason skrifar 25. september 2021 09:31 Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðvesturkjördæmi Högni Elfar Gylfason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Rétttrúnaður af ýmsu tagi hefur tröllriðið þjóðfélaginu á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Einn er þó slíkur sem hefur ekki farið hátt í umræðunni þrátt fyrir alvarlegar og endurteknar afleiðingar sem af hljótast. Réttrúnaðurinn sem hér er rætt um er mantran og ofurtrúin á að samkeppni og hagræðing sé eina rétta stjórntækið á öllum sviðum mannlífsins. Skert grunnþjónusta Í gær kom í ljós að eitt víðlesnasta blað landsbyggðarinnar, Bændablaðið, yrði ekki borið út á öll lögbýli landsins fyrir komandi helgi. Eins og allir vita er kosningahelgi framundan og því mjög mikið efni á síðum blaðsins, margvíslegur fróðleikur, greinaskrif frambjóðenda og annarra ásamt miklu af auglýsingum vegna framboða til alþingiskosninga og fleira. En af hverju er undirritaður að tjá sig um skort á blaði bænda núna og hver skyldi vera ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki sem sér um að dreifa pósti stendur sig svo illa sem raun ber vitni? Lögbrot ráðherra Sjálfstæðisflokksins í nafni samkeppni Fyrir fáeinum árum tók þáverandi ráðherra póstmála ákvörðun um að draga úr þjónustu Póstsins með því að fækka dreifingardögum í dreifbýli. Þetta gerði ráðherrann með breytingu á reglugerð sem á þeim tíma fór gegn lagabókstafnum sem hvað á um dreifingu alla virka daga. Engu skipti að athugasemdir bærust um brot ráðherra á íslenskum lögum heldur var vísað til þessí að svona væru nú hlutirnir gerðir í Evrópusambandinu og að til stæði að taka upp frekari löggjöf þaðan ættaða. Hlutirnir ættu að snúast um að ríkið yrði ekki fyrir komandi samkeppni einkafyrirtækja sem nýja löggjöfin frá meginlandi Evrópu boðaði. Samkeppni til góðs eða ills Nú er alkunna að samkeppni af ýmsum toga getur verið til góðs fyrir neytendur. Þó er langur vegur frá því að slíkt sé algilt og er hægt að segja slíkt hið sama um mörg önnur framfaramál. Til dæmis er það að láta veitingu nauðsynlegrar grunnþjónustu í hendur „lögmála markaðarins “ hreint alls ekki til góðs fyrir alla, þó sumir hafi vissulega af því hag. Í málefnum dreifðra byggða virka samkeppnissjónarmið um dreifingu pósts ekki. Einkafyrirtæki hafa tekið safaríkustu bitana sem er dreifing í mesta þéttbýlinu og eftir er grunnþjónusta sem stendur ekki undir kostnaði. Svar Póstsins hefur síðan verið að draga sífellt meira úr þjónustu við dreifbýlið, sem hefur svo orðið til þess að notendur reyna eftir fremsta megni að nota aðrar leiðir til að nálgast vörur og þjónustu, oft með ærnum tilkostnaði. Hagræðing eins, óhagræði annars Fregnir af enn frekari sparnaðaraðgerðum Póstsins með styttingu vinnutíma, niðurlagningu vakta og enn frekari samdrætti í tíðni í útburðar virðist síðan reka smiðshöggið á eyðileggingu þjónustunnar við dreifbýlisbúa og koma í veg fyrir að fólk utan þéttbýlis fái póstinn sinn og þar með Bændablaðið á eðlilegum tíma. Segja má að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk í stafni stundi í þessum efnum, sem og ýmsum öðrum, fjandsamlega byggðastefnu gagnvart dreifðum byggðum landsins, litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þar starfa ásamt þeim fjölskyldum sem þar búa. Ekki virðist gerð minnsta tilraun til að líta á heildarmyndina sem segir svo ekki verður um villst að þjónustuskerðing í einum þætti getur valdið erfiðleikum og auknum kostnaði í öðrum. Ísland allt Fyrir síðustu kosningar kynnti Miðflokkurinn áætlunina „Ísland allt “. Stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið um að efla byggðir landsins alls. Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina, ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Með því að líta á heildaráhrifin og langtímaáhrifin getum við leyft okkur að ráðast í miklar fjárfestingar í þeirri vissu að eitt muni styðja annað og áhrifin verði á endanum hagkvæm fyrir allt Ísland. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Það virðist augljóst að þannig eigi það að vera en Miðflokkurinn er með skýra áætlun um hvernig það geti orðið að veruleika. Setjum X við M fyrir íslenska landsbyggð og jöfn lífsgæði óháð búsetu. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 5.sæti í Norðvesturkjördæmi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun