Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Leiknir R. 2-0| Víkingur Reykjavík Íslandsmeistari 2021 Andri Már Eggertsson skrifar 25. september 2021 18:31 Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari 2021 Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann Leikni 2-0. Markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen gerði fyrsta markið og lagði upp það seinna. Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari árið 2021. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitil Víkings og sá fyrsti í 30 ár. Kári Árnason og aðrir Víkingar trylltust þegar leikurinn var flautaður afVísir/Hulda Margrét Það var lítið um færi á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Víkingur hélt boltanum meira en þeir náðu aðeins að skapa sér hálffæri. Dagur Austmann var heppinn að hafa ekki fengið á sig víti þegar Erlingur Agnarsson skaut upp í lófana á honum. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, sá hins vegar ekkert athugavert við þetta. Á 30. mínútu skoraði markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen með kollspyrnu. Kristall Máni Ingason fékk góðan tíma á hægri kantinum til að koma boltanum fyrir markið. Þrátt fyrir að Leiknir var með fjöldann allan af leikmönnum inn í teig var enginn með augun á Nikolaj Hansen sem fékk óáreyttur að athafna sig og kom Víkingi yfir. Tæplega sex mínútum eftir mark Nikolaj Hansen lagði hann upp annað mark Víkings. Nikolaj Hansen fékk sendingu með bakið í markið. Hann renndi þá boltanum á Erling Agnarsson sem þrumaði boltanum í þaknetið. Í hálfleik leit þetta afar vel út fyrir Víking Reykjavík. Heimamenn voru með tveggja marka forskot. Ásamt því var jafntefli í Kópavogi á þeim tímapunkti. Víkingur kom inn í seinni hálfleikinn af mikilli varfærni. Þeir voru þéttir, héldu boltanum innan sinna raða en ógnuðu hvorki marki Leiknis né gáfu þeim tækifæri til að minnka muninn. Kristall Máni Ingason fékk dauðafæri til að gera þriðja mark leiksins. Kristall var kominn í teig Leiknis en í stað þess að gefa boltann á Nikolaj Hansens eða skjóta, rann hann og færið fór út í sandinn. Þegar Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af braust út mikill fögnuður. Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari 2021. Stuðningsmenn Víkings voru frábærir í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Þetta var algjör úrslitaleikur fyrir Víking Reykjavík. Víkingur þurfti sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir að þeir hristu af sér mesta skrekkinn í upphafi fyrri hálfleiks. Gengu þeir á lagið og gerðu tvö mörk. Í seinni hálfleik gerði Víkingur vel í að verja markið sitt og gáfu Leikni ekki smugu til að komast inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Magnússon átti frábæran leik á miðju Víkings. Júlíus stýrði spilinu á miðjunni og var hans leikur til fyrirmyndar. Nikolaj Hansen var maður leiksins í dag. Hann gerði sitt 16 mark í deildinni með kollspyrnu og kom Víkingi yfir. Daninn var síðan aftur á ferðinni tæplega sjö mínútum seinna þegar hann átti stoðsendingu á Erling Agnarsson. Vörn Víkings var frábær. Í seinni hálfleik gáfu þeir aldrei Leikni færi til að hrista upp í leiknum heldur héldu þeir skipulagi út allan leikinn. Hvað gekk illa? Varnarleikur Leiknis í marki Nikolaj Hansen var afleiddur. Kristall Máni Ingason fékk góðan tíma til að koma boltanum fyrir markið. Þrátt fyrir að Leiknir var með marga leikmenn inn í teignum fékk Nikolaj Hansen að vera óvaldaður sem endaði með marki. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Leikni. Víkingur Reykjavík hefur möguleikann á að vinna tvöfalt og mæta þeir Vestra í undanúrslitum 2. október klukkan 14:00. Pablo Punyed: Ekki viss hvort ég fagni í kvöld, ég er svo einbeittur fyrir bikarleiknum Pablo Punyed í eltingaleik um boltannVísir/Hulda Margrét Pablo Punyed, leikmaður Víkings, vann sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í dag. „Það er frábær tilfinning að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. Ég er strax farinn að hugsa um þann næsta.“ Pablo Punyed gekk til liðs við Víking fyrir tímabilið og átti hann ekki von á að enda tímabilið með þessum hætti. „Ég get ekki sagt að ég gerði ráð fyrir að verða Íslandsmeistari en ég átti von á að berjast um titilinn. Þegar tveir leikir voru eftir þurftum við að treysta á önnur úrslit. Við ætluðum að klára okkar leiki og sjá til hvað myndi gerast.“ Fyrir leik dagsins þurfti Víkingur aðeins að treysta á sigur gegn Leikin á heimavelli og var Pablo Punyed hræddur í aðdraganda leiks. „Ég var ekki stressaður, heldur hræddur fyrir leik dagsins. Ég var hræddur um þá hluti sem við gátum sjálfir ekki stjórnað. Síðan setur maður þá hluti til hliðar og leggur allt kapp í að vinna leikinn.“ Næsti leikur Víkings er gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Ég er ekki viss hvort ég fagni í kvöld ég er svo einbeittur á næsta leik,“ sagði Pablo Punyed léttur að lokum. Myndir Þórður Ingason og Kári Árnason fagnaVísir/Hulda Margrét Gleðin var mikil á Víkings-velli í dagVísir/Hulda Margrét Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum af innlifunVísir/Hulda Margrét Víkingur ÍslandsmeistariVísir/Hulda Margrét Víkingar fagna markiVísir/Hulda Margrét Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Reykjavík
Víkingur vann Leikni 2-0. Markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen gerði fyrsta markið og lagði upp það seinna. Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari árið 2021. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitil Víkings og sá fyrsti í 30 ár. Kári Árnason og aðrir Víkingar trylltust þegar leikurinn var flautaður afVísir/Hulda Margrét Það var lítið um færi á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Víkingur hélt boltanum meira en þeir náðu aðeins að skapa sér hálffæri. Dagur Austmann var heppinn að hafa ekki fengið á sig víti þegar Erlingur Agnarsson skaut upp í lófana á honum. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, sá hins vegar ekkert athugavert við þetta. Á 30. mínútu skoraði markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen með kollspyrnu. Kristall Máni Ingason fékk góðan tíma á hægri kantinum til að koma boltanum fyrir markið. Þrátt fyrir að Leiknir var með fjöldann allan af leikmönnum inn í teig var enginn með augun á Nikolaj Hansen sem fékk óáreyttur að athafna sig og kom Víkingi yfir. Tæplega sex mínútum eftir mark Nikolaj Hansen lagði hann upp annað mark Víkings. Nikolaj Hansen fékk sendingu með bakið í markið. Hann renndi þá boltanum á Erling Agnarsson sem þrumaði boltanum í þaknetið. Í hálfleik leit þetta afar vel út fyrir Víking Reykjavík. Heimamenn voru með tveggja marka forskot. Ásamt því var jafntefli í Kópavogi á þeim tímapunkti. Víkingur kom inn í seinni hálfleikinn af mikilli varfærni. Þeir voru þéttir, héldu boltanum innan sinna raða en ógnuðu hvorki marki Leiknis né gáfu þeim tækifæri til að minnka muninn. Kristall Máni Ingason fékk dauðafæri til að gera þriðja mark leiksins. Kristall var kominn í teig Leiknis en í stað þess að gefa boltann á Nikolaj Hansens eða skjóta, rann hann og færið fór út í sandinn. Þegar Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af braust út mikill fögnuður. Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari 2021. Stuðningsmenn Víkings voru frábærir í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Þetta var algjör úrslitaleikur fyrir Víking Reykjavík. Víkingur þurfti sigur til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir að þeir hristu af sér mesta skrekkinn í upphafi fyrri hálfleiks. Gengu þeir á lagið og gerðu tvö mörk. Í seinni hálfleik gerði Víkingur vel í að verja markið sitt og gáfu Leikni ekki smugu til að komast inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Magnússon átti frábæran leik á miðju Víkings. Júlíus stýrði spilinu á miðjunni og var hans leikur til fyrirmyndar. Nikolaj Hansen var maður leiksins í dag. Hann gerði sitt 16 mark í deildinni með kollspyrnu og kom Víkingi yfir. Daninn var síðan aftur á ferðinni tæplega sjö mínútum seinna þegar hann átti stoðsendingu á Erling Agnarsson. Vörn Víkings var frábær. Í seinni hálfleik gáfu þeir aldrei Leikni færi til að hrista upp í leiknum heldur héldu þeir skipulagi út allan leikinn. Hvað gekk illa? Varnarleikur Leiknis í marki Nikolaj Hansen var afleiddur. Kristall Máni Ingason fékk góðan tíma til að koma boltanum fyrir markið. Þrátt fyrir að Leiknir var með marga leikmenn inn í teignum fékk Nikolaj Hansen að vera óvaldaður sem endaði með marki. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið hjá Leikni. Víkingur Reykjavík hefur möguleikann á að vinna tvöfalt og mæta þeir Vestra í undanúrslitum 2. október klukkan 14:00. Pablo Punyed: Ekki viss hvort ég fagni í kvöld, ég er svo einbeittur fyrir bikarleiknum Pablo Punyed í eltingaleik um boltannVísir/Hulda Margrét Pablo Punyed, leikmaður Víkings, vann sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í dag. „Það er frábær tilfinning að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. Ég er strax farinn að hugsa um þann næsta.“ Pablo Punyed gekk til liðs við Víking fyrir tímabilið og átti hann ekki von á að enda tímabilið með þessum hætti. „Ég get ekki sagt að ég gerði ráð fyrir að verða Íslandsmeistari en ég átti von á að berjast um titilinn. Þegar tveir leikir voru eftir þurftum við að treysta á önnur úrslit. Við ætluðum að klára okkar leiki og sjá til hvað myndi gerast.“ Fyrir leik dagsins þurfti Víkingur aðeins að treysta á sigur gegn Leikin á heimavelli og var Pablo Punyed hræddur í aðdraganda leiks. „Ég var ekki stressaður, heldur hræddur fyrir leik dagsins. Ég var hræddur um þá hluti sem við gátum sjálfir ekki stjórnað. Síðan setur maður þá hluti til hliðar og leggur allt kapp í að vinna leikinn.“ Næsti leikur Víkings er gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Ég er ekki viss hvort ég fagni í kvöld ég er svo einbeittur á næsta leik,“ sagði Pablo Punyed léttur að lokum. Myndir Þórður Ingason og Kári Árnason fagnaVísir/Hulda Margrét Gleðin var mikil á Víkings-velli í dagVísir/Hulda Margrét Kári Árnason fagnaði Íslandsmeistaratitlinum af innlifunVísir/Hulda Margrét Víkingur ÍslandsmeistariVísir/Hulda Margrét Víkingar fagna markiVísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti