Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 14:11 Bandarískir landamæraverðir á hestbaki reyna að fanga farandfólk sem kemur yfir Río Grande-fljót á landamærum Bandaríkjanna og Texas á sunnudag. AP/Felix Marquez Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent