Land vaxtanna Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. september 2021 17:00 Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar