Nýta mögulega hraðpróf til að fleiri geti notið dramatíkurinnar í Víkinni Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 15:30 Víkingar hafa verið dyggilega studdir í síðustu leikjum á leið sinni á topp Pepsi Max-deildarinnar. Ein umferð er eftir. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar vinna nú að því að sem flestir eigi þess kost að vera viðstaddir þegar þeir freista þess að landa sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í fótbolta í þrjátíu ár, á laugardaginn. Hugsanlegt er að leikur Víkings og Leiknis verði fyrsti „hraðprófaviðburðurinn“ á Íslandi. Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina á laugardaginn og nægir því að vinna Leikni til að verða Íslandsmeistari. Víkingur greindi frá því á Twitter í dag að uppselt væri á leikinn en að unnið væri að því að fjölga miðum. Eins og staðan er í dag eru allir miðar uppseldir á leik Víkings og Leiknis sem fram fer næsta laugardag. Fundur er hjá stjórn Knattspyrnudeildar í kvöld þar sem skoðað verður hvernig hægt verður að bæta við miðum. Tilkynning verður send út í hádeginu á morgun þriðjudag.— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2021 Sem stendur eru 1.000 manns, 16 ára og eldri, með miða á leikinn því Víkingar geta skipt áhorfendasvæði sínu upp í tvö 500 manna sóttvarnahólf. Börn fædd 2006 og síðar eru ekki talin með í reglum um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Að hámarki 500 manns megi koma saman í rými á knattspyrnuleikjum utanhúss án annarra skilyrða. Mögulega 1.500 manns auk barna Með notkun hraðprófa geta hins vegar 1.500 manns komið saman í einu rými. Það er möguleiki sem Víkingar eru nú að skoða: „Þá gæti þetta orðið eitt hólf fyrir 1.500 manns, auk krakka. Við yrðum þá með bretti og slíkt til að búa til stæði fyrir 500 manns. Ég held að við yrðum þá fyrsti viðburðurinn til að nýta þessi hraðpróf,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Verði þetta raunin munu gestir á Víkingsvelli þurfa að sýna forsjálni og fara í hraðpróf seint á fimmtudaginn, á föstudag eða snemma laugardags (innan við 48 klukkustundum fyrir leik) og sýna svo neikvæða niðurstöðu við komuna á Víkingsvöll á laugardag. Ef allt gengur að óskum hjá Víkingum er því mögulegt að hátt í 2.000 manns, að börnum meðtöldum, sjái liðið landa langþráðum Íslandsmeistaratitli. Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Víkingur er á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta fyrir lokaumferðina á laugardaginn og nægir því að vinna Leikni til að verða Íslandsmeistari. Víkingur greindi frá því á Twitter í dag að uppselt væri á leikinn en að unnið væri að því að fjölga miðum. Eins og staðan er í dag eru allir miðar uppseldir á leik Víkings og Leiknis sem fram fer næsta laugardag. Fundur er hjá stjórn Knattspyrnudeildar í kvöld þar sem skoðað verður hvernig hægt verður að bæta við miðum. Tilkynning verður send út í hádeginu á morgun þriðjudag.— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2021 Sem stendur eru 1.000 manns, 16 ára og eldri, með miða á leikinn því Víkingar geta skipt áhorfendasvæði sínu upp í tvö 500 manna sóttvarnahólf. Börn fædd 2006 og síðar eru ekki talin með í reglum um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Að hámarki 500 manns megi koma saman í rými á knattspyrnuleikjum utanhúss án annarra skilyrða. Mögulega 1.500 manns auk barna Með notkun hraðprófa geta hins vegar 1.500 manns komið saman í einu rými. Það er möguleiki sem Víkingar eru nú að skoða: „Þá gæti þetta orðið eitt hólf fyrir 1.500 manns, auk krakka. Við yrðum þá með bretti og slíkt til að búa til stæði fyrir 500 manns. Ég held að við yrðum þá fyrsti viðburðurinn til að nýta þessi hraðpróf,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings. Verði þetta raunin munu gestir á Víkingsvelli þurfa að sýna forsjálni og fara í hraðpróf seint á fimmtudaginn, á föstudag eða snemma laugardags (innan við 48 klukkustundum fyrir leik) og sýna svo neikvæða niðurstöðu við komuna á Víkingsvöll á laugardag. Ef allt gengur að óskum hjá Víkingum er því mögulegt að hátt í 2.000 manns, að börnum meðtöldum, sjái liðið landa langþráðum Íslandsmeistaratitli.
Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti