Allt sem þú heyrir er lygi. Sem þú borgar fyrir Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. september 2021 10:30 Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar