Kosningarnar snúast um þessi þrjú mál Bjarni Benediktsson skrifar 17. september 2021 08:00 Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Það skiptir öllu hvort eftir kosningar taki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem getur tekist á við stór verkefni og hefur burði til að leysa áskoranir til framtíðar. Hér eru þrjú mikilvægustu málin sem ný ríkisstjórn þarf að leysa. Kosningarnar snúast um þessi mál og hverjum er hægt að treysta fyrir þeim. 1. Lágir skattar, betri lífskjör. Skattar halda áfram að lækka. Við sýnum ábyrgð, varðveitum stöðugleika og lága vexti. Þannig verður atvinnulífið sterkt, nýsköpun heldur áfram að blómstraog atvinnuleysi heldur áfram að minnka. Ekkert af þessu gerist ef hér verður sundurlaus fjölflokka ríkisstjórn sem hækkar skatta og safnar skuldum til að borga fyrir óábyrgan loforðalista. 2. Nýtum innlenda orku í stað olíu Ótrúlegur árangur hefur náðst í rafvæðingu bílaflotans og Ísland er nú númer tvö í heiminum. Við ætlum að verða fyrst þjóða til að verða alveg óháð olíu með því að nota græna orku á skipum og í flugi. En orkuskiptin þurfa meiri innlenda hreina orku. Fjölflokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks ræður ekki við það verkefni. 3. Burt með biðlistana Fólk á að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, þegar hennar er þörf. Við viljum taka upp nýja þjónustutryggingu - loforð um þjónustu innan 90 daga. Þjónustutrygging styrkir heilbrigðiskerfið og byggir á samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það mun ekki gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn. Land tækifæranna Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni. Ísland hefur farið betur í gegnum erfiða tíma en löndin í kringum okkur. Atvinnuleysi fer lækkandi. Atvinnulífið styrkist á ný. Lífskjör okkar eru betri þrátt fyrir Covid. Skattar hafa lækkað. Útflutningur á hugviti hefur margfaldast. Við erum á réttri leið og á næstum fjórum árum getum við vaxið, tekið risastór skref í loftslagsmálum með orkuskiptum, byggt upp okkar dýrmæta velferðarkerfi og fjárfest í fólki og hugmyndum. Þetta mun gerast ef Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun