Er Viðreisn bændaflokkur? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 14. september 2021 12:31 Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun