Hvernig getum við bætt íslenskan sjávarútveg? Georg Eiður Arnarson skrifar 14. september 2021 09:31 Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun