Stóreignaskattur er siðlaus og tvöföld heimska! Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. september 2021 19:00 Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skattar og tollar Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Mér hefur fundizt Samfylkingin vera ágætur flokkur, einkum undir þeirri forustu, sem verið hefur undanfarin ár, en ég sakna nú m.a. fíns drengs, Ágústar Ólafs Ágústssonar, sem reyndar er bæði lögfræðingur og hagfræðingur, þó að það sé ekki málið, heldur hans almennu og miklu kostir, ekki sízt á sviði dýraverndar, þar sem hann var fremstur í flokki alþingismanna. Í staðinn er komið nýtt fólk, eflaust gott fólk, en margt full ungt, reynslulítið og óþroskað, hefur lítið þurft að standa ölduna á lífsins ólgusjó, en telur sig samt vera útvalið, jafnvel til leiðtogahlutverka, auðvitað án þess að vera það. Hefur þetta nýja fólk sett nokkuð mark á nýja stefnu flokksins, og er þar ekki allt til góðs. Auðvitað er þetta unga fólk, um og yfir þrítugt, ekki eitt á ferð, hinir þurftu að þvælast með, en nýi tónninn kann að hafa komið nokkuð frá sjálfumglöðum nýliðum. Eru þessi orð skrifuð sérstaklega með tilliti til tillögu Samfylkingarinnar um, að stóreignaskattur verði innleiddur hér. Þeir, sem eiga hreina eign upp á 200 milljónir skuli greiða af þessari eign umtalsverðan skatt. Slík skattlagning væri, í fyrsta lagi, með öllu siðlaus. Fólkið, sem á slíkar eignir – þarf ekki að vera meira en hús, sumarbústaður og bíll – var þá þegar búið að borga skatta af þeim tekjum, sem þessar eignir voru keyptar fyrir. Á það þá að borga skatt aftur af sömu tekjum? Hin hliðin á siðleysinu er sú, að slík skattlagning kæmi aftan að fólki, margt kannske eldra fólk, sumt veikburða eða veikt, sumt hætt að vinna, sumir einstæðir, og kæmi því í opna skjöldu. Ljót hugsun og ljótur leikur gagnvart slíkum fólki. Heimskan er annars vegar sú, að menn greiða ekki skatta og skyldur með eignum, heldur með tekjum. Það liggur engan vegin fyrir, að eigendur eigna upp á 200 milljónir hafi tekjur eða reiðufjárstöðu, svo nokkru nemi. Menn verða að hafa tekjur, til að geta greitt, annars er verið að neyða fólk í nauðungarsölu, til að hægt sé að greiða nýja skatta, sem enginn vissi um eða var undir búinn. Ætlar jafnaðarmannaflokkur að vaða í að skemma líf og tilveru kannske þeirra, sem minnst mega sín, þó að þeim hafi áskotnast einhverjar eignir í gegnum ævina, sem mestar eða allar tekjur haf verið settar í að borga. Flutningsmenn tala um, að þessi skattur nái aðeins til fárra, 2% að skattgreiðendum. En fólk er ekki prósentur, heldur lifandi mannverur. Við erum hér að tala um allt að 5.000 manns. Hin heimskan er sú, að með rekstri svona siðlausar skattastefnu er Samfylkingin að reka fleyg milli sín og annarra flokka, sem svona aðferðir vilja ekki heyra eða sjá, og þar með torvelda eða útiloka stjórnarsamstarf við þá. Háskólagráður og einhverjir merkir starfstitlar, á þröngu og afmörkuðu sviði, duga ekki alltaf til. Það sem er gott, hins vegar, hjá Samfylkingunni, er margt annað, einkum Evrópu- og Evrustefnan og almenn hófleg jafnarmannastefna, líka hugmyndir um barnabætur til barnafjölskyldna, sem á ýmsan hátt gæti verið gott mál, en flokkurinn verður að finna aðra fjármögnun fyrir þessi áform, helzt benda á óþarfa útgjöld í kerfinu eða sparnaðarmöguleika. Almenna skatta má auðvitað ekki hækka, nú eftir COVID-áfallið, en kannske mætti aðlaga bankaskatt að nýju og beina honum inn á þessar brautir. Um það má hugsa. 3 bankar landsins eru í einokunaraðstöðu með öll viðskipti í íslenzkum krónum - þau viðskipti vill enginn erlendur banki sjá - samkeppni milli þeirra virðist lítil eða engin og þeir skammta sér sjálfir sínar tekjur, nánast með sjálftöku, og að því er virðist í samráði, kannske þó ekki að yfirlögðu ráði. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun