Áttu börn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. september 2021 11:00 Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun