Lemar hetja Atlético - Sigur­mark á tíundu mínútu upp­bótar­tíma

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Thomas Lemar skoraði sigurmarkið
Thomas Lemar skoraði sigurmarkið EPA-EFE/Juan Carlos Hidalgo

Atletico Madrid voru taplausir fyrir leikin en Espanyol hafði enn ekki unnið leik. Það voru þó heimamenn frá Katalóníu sem komust yfir í leiknum með marki frá Raul de Tomas á 40. mínútu. Adrian Embarba tók aukaspyrnu frá vinstri og Tomas skoraði með frábærum skalla af nærsvæðinu.

Spánarmeistararnir sóttu þó stíft en tókst ekki að jafna fyrr en á 79. mínútu þegar að besti maður vallarins, Yannick Carrasco skoraði eftir gott einstaklingsframtak þar sem honum tókst að halda boltanum lengi í teignum þar til hann fann opnun.

Það var svo Thomas Lemar sem skoraði sigurmarkið á 10, mínútu í uppbótartíma með góðu skoti eftir skemmtilegar hæslpyrnu frá Carrasco. 1-2 niðurstaðan og Atletico með 10 stig eftir fjóra leiki. Espanyol er áfram nálægt fallsvæðinu með tvö stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira