Þrettán orð sem breyttu öllu Halldóra Mogensen skrifar 9. september 2021 08:00 „Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Fíkn Heilbrigðismál Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun