Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu Jóna Bjarnadóttir og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifa 8. september 2021 12:31 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar