Er eldra fólk tímasprengja? Viðar Eggertsson skrifar 8. september 2021 10:30 Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun