Göngugötur Regnbogans Líf Magneudóttir skrifar 7. september 2021 16:01 Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Hinsegin Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er hinsegin borg. Hún hefur stutt ríkulega við bakið á hinsegin fólki með margvíslegum hætti og hefur gengið fram með góðu fordæmi og það á undan ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Hún hefur stutt Samtökin ´78, Hinsegin daga, Gleðigönguna og mörg önnur áríðandi mannréttindamál. Það er því vel skiljanlegt að hinsegin samfélaginu finnst komið aftan að sér með nýrri forhönnun að stækkun göngusvæðisins í miðborginni, þar sem ekki var hugað að regnboganum í forsendum hönnunar. Þetta hefði auðvitað átt að fara saman og hefur umræðan undanfarna daga enn og aftur sýnt okkur hversu sterkt og mikilvægt tákn regnboginn er í hugum fólks. Og fallegt kennileiti í Reykjavík. Göngugötur eru í mínum huga líka táknrænar eins og regnboginn og lýsandi fyrir þær áherslur sem stjórnvöld standa fyrir. Á göngugötum er fólk og umhverfi þess í öndvegi. Þar eigum við öll að geta komið saman – hvernig sem við erum – í öllum okkar fjölbreytileika – eins og allir litir regnbogans og fleiri til. Nýja hönnunin á Skólavörðustíg sem göngugötu þarf ekki að útiloka regnbogann, nema síður sé. Þær fögru og frábæru hugmyndir sem hönnunarteymið vann fyrir Reykjavík eru listaverk út af fyrir sig þar sem tekið var tillit til flest allra þeirra mikilvægu þátta sem huga þarf að í hönnun göngugatna og við borgarhönnun. Hafi þeir hrós fyrir. Ég er jafnframt þeirrrar skoðunar og sannfærðari en nokkru sinni fyrr að það hefði átt að stækka göngugötusvæðið allt upp eftir Skólavörðustígnum. Regnboginnn hefði mátt flæða upp eftir og til hliðar, umlykja gamla hegningarhúsið þar sem Guðmundur Sigurjónsson, Guðmundur glímukappi, var árið 1924 kærður og sendur í fangelsi fyrir að hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er okkur fjarstæðukennt á Íslandi í dag sem betur fer og til vitnis um hvað hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks – barátta sem hefur verið háð upp á líf og dauða – barátta háð fyrir tilverurétti hinsegin fólks og samfélagi fjölbreytileikans. Framkvæmdir við Skólavörðustíginn og gerð göngugatna eru ekki hafnar. Hugmyndir um útfærslu göngusvæðisins eru aftur á móti komnar fram. Við skulum hafa skoðanir á þeim og rýna þær til gagns og ræða þær. Næst á dagskrá er að eiga samtal um regnbogann yfir göngusvæðinu við hinsegin samfélagið, borgarhönnuðina, stjórnvöld og íbúa borgarinnar. Ég er sannfærð um að slíkt samtal skili okkur útkomu sem við getum öll verið ánægð með og stolt af. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun