Einstaklingar með ofurkrafta Hólmfríður Árnadóttir skrifar 4. september 2021 07:00 Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis. Það sem einkennir oft fólk með ADHD er hömluleysi og hvatvísi en um leið frumkvæði og hröð hugsun ef viðkomandi hefur náð tökum á þeim frumkröftum sem einkenna ADHD. ADHD getur nefnilega verið ofurkrafturinn sem þarf til að ná langt, hugsunin er fljót, framkvæmd án hiks og hugmyndirnar ótalmargar. Þegar kemur að því að virkja þær þarf viðkomandi oft stuðning og þar þarf að huga að styrkleikum og áhugamálum, greind, alvarleika einkenna, samskiptum og félagslegri stöðu. 50-70% þeirra sem greinast með ADHD, oftast á grunnskólaárum, eru enn með einkenni á fullorðinsárum og þeim vegnar misvel, allt háð því hve snemma og hversu góðan stuðning þau fengu á skólagöngu sinni. Einstaklingar með ADHD eru eins ólíkir og aðrir einstaklingar og eiga sannarlega rétt á sömu tækifærum, þjónustu og virðingu og við öll. Um leið og við lítum á krafta og hæfileika einstaklinga með ADHD með jákvæðum augum drögum við úr hættu á að þeir leiðist út í andfélagslega hegðun og neyslu á unglingsárum og um leið eflum við sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Það er gríðarlega mikilvægt því þetta er hópur sem rekur sig oft á, gerir mistök og fær fæst tækifæri til að læra af þeim því þau eiga það til að vera ofsafengnari en aðrir. Til eru vel þekktar leiðir til að draga úr einkennum og halda kröftum þannig að hægt sé að nýta þá á jákvæðan hátt og þeir valdi ekki alvarlegri félagslegri og hugrænni vanlíðan. Um leið er ADHD alls ekki eina röskunin eða sérþörfin sem hefur verið skilgreind og huga þarf vel að þeim öllum í skólagöngu og uppeldi barna og ungmenna sem og þátttöku fullorðinna í lífi og störfum. Lengi hefur verið kallað eftir því að skólakerfið mæti þessum hópi barna og ungmenna með viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Mjög mikilvægt er að kennarar hafi færni og hæfni til að mæta þeim og geri það í samráði við fjölskyldu nemenda, enda eru foreldrar helstu sérfræðingar í málum eigin barna, stoðþjónustu og einstaklingana sjálfa. Kennsluaðferðir og umhverfi þarf að aðlaga að hverjum einstaklingi enda skýrt kveðið á um það í lögum að öll börn eigi rétt á þjónustu og námi við hæfi og ekki þurfi greiningar til enda kennarar fagfólk sem hæglega geta mætt þörfum allra barna hafi þeir aðgang að stoðþjónustu og úrræðum við hæfi. Þar kemur til þverfagleg teymisvinna og samþættar aðferðir í nærumhverfi nemenda. Þá erum við komin að kjarna málsins sem eru stoðþjónusta í grunn- og framhaldsskólum landsins og þau úrræði sem stjórnendur og kennarar geta leitað til. Á tímum breyttrar samfélagsmyndar er kominn tími á skólakerfið. Það þarf að rúma sálfræðinga, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa, samstilla félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun á þverfaglegan hátt svo líðan barna og ungmenna og það stoðkerfi sem þau eiga sannarlega rétt á sé í boði fyrir öll um land allt. Þessi hópur er til að mynda áberandi þegar kemur að skólaforðun í grunnskóla og brotthvarfi úr námi í framhaldsskóla. Þá greinast þó nokkuð margir, sérstaklega konur, seinna á lífsleiðinni sem getur komið niður á atvinnuþátttöku og líðan með tilheyrandi fylgikvillum líkt og örorku. Byrjum fyrr að aðstoða og koma á úrræðum fyrir börn, styðjum þau í gegn um skólakerfið með styttingu biðlista í greiningar með tilheyrandi ráðgjöf og eflingu skóla- og heilsugæslu með aðgangi að geðteymum og öflugri stoðþjónustu skólanna. Búum svo um hnútana að þegar fullorðinsárin taki við og fólk með ofurkrafta fari út í lífið liti það heiminn fullt sjálfstrausts og með sterka sjálfsmynd. Því eins og segir í kosningaáherslum okkar Vinstri grænna; tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar, ekki má líða mismunun á fólki og síðast en ekki síst er það hlutverk opinberrar þjónustu, mennta- og velferðarkerfis að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti. Höfundur er menntunarfræðingur og oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar