Hvað skal kjósa? Guðjón Sigurbjartsson skrifar 3. september 2021 16:30 Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna. Efnahagsmál: Vinstri – Hægri Flest erum við nálægt miðjunni „sósíaldemókratar“ og að mestu sammála um samfélagsgerð. Við styðjum flest frjálst atvinnulífi, félagslegan jöfnuð og jöfn tækifæri. Við viljum því blandað hagkerfi, og virka samkeppni í atvinnulífinu. Okkur greinir hins vegar á um hversu umfangsmikill ríkisrekstur á að vera hvað varðar þjónustu sem kostuð er af skattgreiðendum svo sem heilbrigðisþjónustu. Við sem erum nálægt miðjunni teljum þurfa að nýta kosti einkareksturs til að bæta þjónustu og lækka tilkostnað en þau vinstrisinnuðu telja ríkisrekstur betri. Frjálslyndi – Íhaldssemi og tengdar skoðanir Við sem teljumst frjálslynd erum almennt opin fyrir breytingum, styðjum alþjóðasamvinnu, erum jákvæð fyrir nýbúum og styðjum almannahag umfram sérhagsmuni. Þau íhaldssömu fara hægar í breytingar, eru skeptísk á alþjóðasamvinnu, vilja takmarka mjög fjölda innflytjenda, eru upp til hópa þjóðernissinnuð og styðja sérhagsmuni útgerðar, bænda og fleiri þó það komi niður á almannahag. Heilbrigðismál: Opinber rekstur - Einkarekstur Flest erum við sammála um að bæta þarf heilbrigði og heilbrigðisþjónustu og að þjónustan standi öllum til boða óháð efnahag, á kostnað skattgreiðenda. En erum ekki sammála um leiðir til að bæta þjónustuna. Þau vinstrisinnuðu telja nægja að bæta skattfé inn í núverandi opinberan rekstur. En við sem erum nálgæt miðju og þeir sem eru aðeins til hægri teljum þörf á að nýta einkarekstur þar sem því verður við komið. Umhverfismál - Loftlagsmál Flest viljum við koma í veg fyrir loftlagshörmungar vegna hömlulausrar hlýnunar en greinir á um leiðir og mikilvægi. Við þau frjálslyndu erum tilbúin til að gera það sem gera þarf, taka fulla ábyrgð. Við viljum endurheimta votlendi, stöðva lausagöngu búfjár, stórefla bindingu kolefnis með skógrækt, stórfelldri uppgræðslu lands jafnvel með lúpínu og með grænni orkuframleiðslu og jafnvel vindmyllugörðum á afviknum stöðum, enda fjárhagslega áhugaverðir. Þau þjóðernissinnuðu og íhaldssömu sem verja helst sérhagsmuni bænda, eru síður til í að stöðva lausagöngu búfjár og endurheimta votlendi þó það séu ódýrustu og áhrifaríkustu aðgerðirnar. En þau eru til í vindmyllugarða og nýtingu grænnar orku frá þeim enda getur það komið hinum dreifðu byggðum vel. Jöfn tækifæri - Jöfn útkoma Flest viljum við að allir hafi sömu tækifæri til að vaxa, dafna, þroskast og nýta sýna hæfileika sér og öðrum til hagsbóta. Þau vinstrisinnuðustu leggja hins vegar svo mikla áherslu á jafna útkomu að þau eru tilbúin að hefta þá sem skara fram úr og taka af þeim mest af því sem þeir ná að ávinna sér, þó það komi niður á heildarútkomunni. Stjórnarskráin Flest viljum við nýju stjórnarskrána enda fyrsta stjórnarskráin sem unnin hefur verið hér frá grunni af lýðræðislega völdu fólki. Hún stuðlar líka að jöfnu atkvæðavægi og gerir almenningi kleift að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði og fleira mætti telja. En þau íhaldssömu og þjóðlegu sem gæta sérhagsmuna útgerðar og bænda vilja fara hægt í sakirnar og samþykkja aðeins það sem kemur þeim vel þó það komi niður á almenningi. Auðlindagjöld - Aflaheimildir Flest viljum við að helstu náttúruauðlindir svo sem sjávarauðlindin, séu sameign þjóðarinnar og að greitt sé fyrir aðgang að þeim. Við þau frjálslyndu og markaðssinnuðu viljum að gjald fyrir afnotin ráðist á markaði. Þau þjóðernissinnuðu sem mest gæta sérhagsmuna sjávarútvegsins vilja hins vegar ákveða sjálf hversu mikið er greitt fyrir afnotin og hafa það lágt til að styggja ekki útgerðina. Þróun atvinnulífsins – Nýsköpun Flest viljum við öfluga nýsköpun til að takast á við verkefni framtíðar og byggja undir næga velferð og velsæld landsmanna í opnum heimi. Við þau frjálslyndu eru til í að bæta vaxtarskilyrði sprota með stöðugum alþjóðlegum gjaldmiðli, hóflegum sköttum, traustum innviðum og traustu, spillingarlausu lýðræðissamfélagi. Þau þjóðlegu og íhaldssömu sem styðja sérhagsmuni öðru fremur vilja hins vegar fara hægar í sakirnar, láta hjá líða að bæta vaxtarskilyrðin svo það komi örugglega ekki niður á gömlu ríkisvernduðu atvinnuvegunum, jafnvel þó það þýðir að færri sprotar verði að öflugum fyrirtækjum. Þú átt leikinn, þitt er valið Stefnur stjórnmálaflokkanna fara ekki allar eftir skýrum línum og það eru jafnvel mótsagnir innan flokka. Vonandi hjálpar þessi samantekt einhverjum til að velja góðan stjórnmálaflokk þann 25. september næstkomandi. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna. Efnahagsmál: Vinstri – Hægri Flest erum við nálægt miðjunni „sósíaldemókratar“ og að mestu sammála um samfélagsgerð. Við styðjum flest frjálst atvinnulífi, félagslegan jöfnuð og jöfn tækifæri. Við viljum því blandað hagkerfi, og virka samkeppni í atvinnulífinu. Okkur greinir hins vegar á um hversu umfangsmikill ríkisrekstur á að vera hvað varðar þjónustu sem kostuð er af skattgreiðendum svo sem heilbrigðisþjónustu. Við sem erum nálægt miðjunni teljum þurfa að nýta kosti einkareksturs til að bæta þjónustu og lækka tilkostnað en þau vinstrisinnuðu telja ríkisrekstur betri. Frjálslyndi – Íhaldssemi og tengdar skoðanir Við sem teljumst frjálslynd erum almennt opin fyrir breytingum, styðjum alþjóðasamvinnu, erum jákvæð fyrir nýbúum og styðjum almannahag umfram sérhagsmuni. Þau íhaldssömu fara hægar í breytingar, eru skeptísk á alþjóðasamvinnu, vilja takmarka mjög fjölda innflytjenda, eru upp til hópa þjóðernissinnuð og styðja sérhagsmuni útgerðar, bænda og fleiri þó það komi niður á almannahag. Heilbrigðismál: Opinber rekstur - Einkarekstur Flest erum við sammála um að bæta þarf heilbrigði og heilbrigðisþjónustu og að þjónustan standi öllum til boða óháð efnahag, á kostnað skattgreiðenda. En erum ekki sammála um leiðir til að bæta þjónustuna. Þau vinstrisinnuðu telja nægja að bæta skattfé inn í núverandi opinberan rekstur. En við sem erum nálgæt miðju og þeir sem eru aðeins til hægri teljum þörf á að nýta einkarekstur þar sem því verður við komið. Umhverfismál - Loftlagsmál Flest viljum við koma í veg fyrir loftlagshörmungar vegna hömlulausrar hlýnunar en greinir á um leiðir og mikilvægi. Við þau frjálslyndu erum tilbúin til að gera það sem gera þarf, taka fulla ábyrgð. Við viljum endurheimta votlendi, stöðva lausagöngu búfjár, stórefla bindingu kolefnis með skógrækt, stórfelldri uppgræðslu lands jafnvel með lúpínu og með grænni orkuframleiðslu og jafnvel vindmyllugörðum á afviknum stöðum, enda fjárhagslega áhugaverðir. Þau þjóðernissinnuðu og íhaldssömu sem verja helst sérhagsmuni bænda, eru síður til í að stöðva lausagöngu búfjár og endurheimta votlendi þó það séu ódýrustu og áhrifaríkustu aðgerðirnar. En þau eru til í vindmyllugarða og nýtingu grænnar orku frá þeim enda getur það komið hinum dreifðu byggðum vel. Jöfn tækifæri - Jöfn útkoma Flest viljum við að allir hafi sömu tækifæri til að vaxa, dafna, þroskast og nýta sýna hæfileika sér og öðrum til hagsbóta. Þau vinstrisinnuðustu leggja hins vegar svo mikla áherslu á jafna útkomu að þau eru tilbúin að hefta þá sem skara fram úr og taka af þeim mest af því sem þeir ná að ávinna sér, þó það komi niður á heildarútkomunni. Stjórnarskráin Flest viljum við nýju stjórnarskrána enda fyrsta stjórnarskráin sem unnin hefur verið hér frá grunni af lýðræðislega völdu fólki. Hún stuðlar líka að jöfnu atkvæðavægi og gerir almenningi kleift að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæði og fleira mætti telja. En þau íhaldssömu og þjóðlegu sem gæta sérhagsmuna útgerðar og bænda vilja fara hægt í sakirnar og samþykkja aðeins það sem kemur þeim vel þó það komi niður á almenningi. Auðlindagjöld - Aflaheimildir Flest viljum við að helstu náttúruauðlindir svo sem sjávarauðlindin, séu sameign þjóðarinnar og að greitt sé fyrir aðgang að þeim. Við þau frjálslyndu og markaðssinnuðu viljum að gjald fyrir afnotin ráðist á markaði. Þau þjóðernissinnuðu sem mest gæta sérhagsmuna sjávarútvegsins vilja hins vegar ákveða sjálf hversu mikið er greitt fyrir afnotin og hafa það lágt til að styggja ekki útgerðina. Þróun atvinnulífsins – Nýsköpun Flest viljum við öfluga nýsköpun til að takast á við verkefni framtíðar og byggja undir næga velferð og velsæld landsmanna í opnum heimi. Við þau frjálslyndu eru til í að bæta vaxtarskilyrði sprota með stöðugum alþjóðlegum gjaldmiðli, hóflegum sköttum, traustum innviðum og traustu, spillingarlausu lýðræðissamfélagi. Þau þjóðlegu og íhaldssömu sem styðja sérhagsmuni öðru fremur vilja hins vegar fara hægar í sakirnar, láta hjá líða að bæta vaxtarskilyrðin svo það komi örugglega ekki niður á gömlu ríkisvernduðu atvinnuvegunum, jafnvel þó það þýðir að færri sprotar verði að öflugum fyrirtækjum. Þú átt leikinn, þitt er valið Stefnur stjórnmálaflokkanna fara ekki allar eftir skýrum línum og það eru jafnvel mótsagnir innan flokka. Vonandi hjálpar þessi samantekt einhverjum til að velja góðan stjórnmálaflokk þann 25. september næstkomandi. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun