Píratar vilja sterkari fjölmiðla Halldór Auðar Svansson skrifar 3. september 2021 11:30 Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun