Þegar ég varð stór róttækur femínisti Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 3. september 2021 11:00 Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun