Sósíalistar fastir í fortíðinni Kári Gautason skrifar 2. september 2021 07:30 Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Kári Gautason Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar