Sósíalistar fastir í fortíðinni Kári Gautason skrifar 2. september 2021 07:30 Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Kári Gautason Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini. Nýfrjálshyggjuna er þó búið að tvídrepa eins og sænska drauginn Glám sem Grettir Ásmundarson barðist við. Nýr veruleiki að fást við Glámur var hroðalegur ásýndum, hvessti augun og gaut sínum sjónum harðlega. Hann reið húsum í Forsæludal, sparkaði í hurðir og var til mikils ama. Segja má að nýfrjálshyggjan hafi ekki verið ólík Glámi. Hún reið húsum frá 1980 til 2010 og varð til bölvunar fyrir mörg þjóðfélög og sérstaklega Ísland. En hún er dauð og grafin. Í bankahruni og fjármálahruni dagaði nýfrjálshyggjuna uppi eins og nátttröll. Hægri sinnaðar stjórnir kenndar við lýðskrum svo og ýmsar valdsæknar vinstri hreyfingar hafa staðið yfir höfuðsvörðum hennar. Henni hefur svo verið kastað á ruslahauga sögunnar af heimsfaraldri kórónaveiru. Það er merkilegt að betur viti eins og foringi sósíalista skuli ekki hafa tekið eftir því að ríki og Seðlabankar hafa haft og hafa enn mikil og æ meiri afskipti af þjóðlífi og atvinnulífi. Það er eins og hann viti ekki að seðlabankar réðust í víðtækar aðgerðir til þess að forða ríkjum frá fjármálahruni í mars 2020. Og frekar spólar hann í gömlum hjólförum fortíðar heldur en að greina áhrif stóraukinna útgjalda ríkissjóða á atvinnulíf og lífskjör almennings. Fortíðarþrá sósíalista Í málflutningi sósíalista fyrir kosningarnar má greina þann tón að í eina tíð hafi hér verið fyrirmyndarríki í norðri, með fullkomið skattkerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi og svo framvegis, allt fyrir tilstilli verkalýðshreyfingar. Samvinnuhreyfingin hafi svo veitt auðvaldsöflunum virkt aðhald. Þessi söguskoðun er notaleg og á sinn hátt lokkandi. Ég vildi að hún væri sönn. Almenningur þurfi bara að komast aftur til valda með því að kjósa sósíalistaforingjann Gunnar Smára og hina sósíalistana inn á þing sem „útrýma“ muni spillingu, fátækt og kapítali. Einn vandinn við þessa kenningu er að það vantar massann að baki hennar. Þótt skipt sé um kontórista í verkalýðsfélögum og vinstri flokkar smætti sig á þingi er ekki þar með sagt að alþýðan hafi tekið völdin. Fortíðarþrá af þessu tagi er varasöm. Hún byggir á undarlegri söguskoðun og raunar afbökun á samtímasögu. Fæstir held ég að vildu hverfa aftur til Íslands á árabilinu 1970-1990. Það var samfélag óðaverðbólgu og aðlögunar að verðtryggingu. Ofbeit á afréttum og stóriðjustefnu. Það var samfélag þar sem minnihlutahópar á borð við hinsegin fólk höfðu ekki full mannréttindi á við okkur hin. Samfélag þar sem konur áttu að vera við eldavélina og atvinnuþátttaka þeirra í takti við það. Samfélag þar sem feður tóku ekki fæðingarorlof. Samfélag þar sem fatlað fólk var læst inni á stofnunum. Samfélag þar sem einsleitni var ennþá meiri en nú er, samfélag frændhygli og spillingar. Samfélag þar sem bændur með óæskilegar stjórnmálaskoðanir, til að mynda sósíalistar, áttu minni möguleika á fyrirgreiðslu hjá hinni algóðu samvinnuhreyfingu. Og svo framvegis. Það skiptir máli hver stjórnar Lærdómurinn af fjármálakreppu og heimsfaraldri er í samræmi við þá skoðun John Maynard Keynes í síðari heimsstyrjöld að allt sem við getum framkvæmt sé hægt að fjármagna. Spurningin sem þá stendur eftir er hverjir eigi að stýra vaxandi afskiptum ríkisins af þjóðlífi og atvinnulífi á næsta kjörtímabili og hvers eðlis þau eigi að vera. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Lýðræðissinnar þurfa að beita almannavaldinu í samræmi við almenn mannréttindi og meginreglur réttarríkisins. Þar verður barátta næstu ára. Við sem viljum auka völd og áhrif vinnandi fólks þurfum að fóta okkur í þessum veruleika í stað þess að glíma við löngu dauða nýfrjálshyggjudrauga. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun