Frosti nýr framkvæmdastjóri Olís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2021 16:33 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. og mun hefja störf föstudaginn 3. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum. Í tilkynningunni kemur fram að Frosti búi að víðtækri reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi, hérlendis og erlendis, og hafi á síðustu árum meðal annars starfað sem forstjóri ORF líftækni og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann lét af störfum hjá ORF líftækni í febrúar 2020 og þá kom fram að hann ætlaði að einbeita sér að fjölskyldu sinni og eigin verkefnum. Áður starfaði Frosti sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem hann vann að stefnumótun, rekstrargreiningum og umbreytingarverkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þá hefur hann jafnframt setið í stjórnum ýmissa íslenskra fyrirtækja. Frosti hefur lokið MBA námi frá London Business School og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. „Frosti býr að víðtækri og farsælli reynslu af fyrirtækjarekstri, stefnumótun og umbreytingarverkefnum, bæði hér heima fyrir og erlendis. Hann þekkir einnig vel til starfsemi Olís og Haga eftir þátttöku í stefnumótunarvinnu á vegum félaganna síðustu misserin. Það er því sérlega ánægjulegt að fá Frosta til liðs við öflugt teymi hjá Olís, til að takast á við fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem bíða félagsins. Það eru spennandi tímar framundan á eldsneytis- og þægindamarkaði, m.a. vegna orkuskipta og breyttrar neysluhegðunar viðskiptavina. Við bjóðum Frosta velkominn í hópinn og hlökkum til samstarfsins,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf. Frosti segist hlakka til að hefja störf og vera þakklátur fyrir traust sem honum er sýnt. „Olís er öflugt og rótgróið félag sem hefur spilað mikilvægt hlutverk á íslenskum eldsneytismarkaði í tæpa öld. Það er spennandi tækifæri að fá að leiða þetta sögufræga félag í gegnum þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað á eldsneytis- og þægindamarkaði. Ég hef fengið að kynnast Olís og Haga samstæðunni í gegnum ráðgjafastörf mín á undanförnum misserum og það er ljóst að starfsemin byggir á sterkum grunni og tækifærin framundan eru fjölþætt.“ Vistaskipti Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í tilkynningunni kemur fram að Frosti búi að víðtækri reynslu sem stjórnandi og ráðgjafi, hérlendis og erlendis, og hafi á síðustu árum meðal annars starfað sem forstjóri ORF líftækni og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hann lét af störfum hjá ORF líftækni í febrúar 2020 og þá kom fram að hann ætlaði að einbeita sér að fjölskyldu sinni og eigin verkefnum. Áður starfaði Frosti sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem hann vann að stefnumótun, rekstrargreiningum og umbreytingarverkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja. Þá hefur hann jafnframt setið í stjórnum ýmissa íslenskra fyrirtækja. Frosti hefur lokið MBA námi frá London Business School og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. „Frosti býr að víðtækri og farsælli reynslu af fyrirtækjarekstri, stefnumótun og umbreytingarverkefnum, bæði hér heima fyrir og erlendis. Hann þekkir einnig vel til starfsemi Olís og Haga eftir þátttöku í stefnumótunarvinnu á vegum félaganna síðustu misserin. Það er því sérlega ánægjulegt að fá Frosta til liðs við öflugt teymi hjá Olís, til að takast á við fjölbreytt og áhugaverð verkefni sem bíða félagsins. Það eru spennandi tímar framundan á eldsneytis- og þægindamarkaði, m.a. vegna orkuskipta og breyttrar neysluhegðunar viðskiptavina. Við bjóðum Frosta velkominn í hópinn og hlökkum til samstarfsins,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf. Frosti segist hlakka til að hefja störf og vera þakklátur fyrir traust sem honum er sýnt. „Olís er öflugt og rótgróið félag sem hefur spilað mikilvægt hlutverk á íslenskum eldsneytismarkaði í tæpa öld. Það er spennandi tækifæri að fá að leiða þetta sögufræga félag í gegnum þær miklu breytingar sem nú eiga sér stað á eldsneytis- og þægindamarkaði. Ég hef fengið að kynnast Olís og Haga samstæðunni í gegnum ráðgjafastörf mín á undanförnum misserum og það er ljóst að starfsemin byggir á sterkum grunni og tækifærin framundan eru fjölþætt.“
Vistaskipti Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira