Körfubolti

Ísland í riðli með Rússum, Hollendingum og Ítölum

Sindri Sverrisson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í íslenska landsliðinu leika í undankeppni HM sem hefst í nóvember.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í íslenska landsliðinu leika í undankeppni HM sem hefst í nóvember. vísir/bára

Ísland dróst í riðil með Rússlandi, Hollandi og Ítalíu í undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfubolta. Fyrstu leikir eru á dagskrá í nóvember.

Ísland hefur farið í gegnum tvö stig forkeppni til að komast í undankeppnina og sló út Danmörku fyrr í þessum mánuði.

Leiðin á HM er löng en Ísland er í hópi þeirra 32 liða í Evrópu sem bítast um 12 sæti í lokakeppninni.

Undankeppnin skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri er leikið í átta fjögurra liða riðlum, og komast þrjú lið áfram úr hverjum riðli á seinna stigið.

Undankeppnin hefst í nóvember en einnig verður leikið í febrúar og júní á næsta ári. Eftir það tekur við seinna stig undankeppninnar þar sem þrjú efstu lið úr hverjum riðli komast áfram, og taka með sér fyrri úrslit, í riðil með þremur liðum til viðbótar. Undankeppninni lýkur svo í febrúar 2023.

Riðlarnir í undankeppni HM í Evrópu:

A-riðill: Serbía, Slóvakía, Belgía, Lettland.

B-riðill: Hvíta-Rússland, Bretland, Grikkland, Tyrkland.

C-riðill: Króatía, Svíþjóð, Finnland, Slóvenía.

D-riðill: Ísrael, Þýskaland, Eistland, Pólland.

E-riðill: Frakkland, Portúgal, Ungverjaland, Svartfjallaland.

F-riðill: Bosnía, Litáen, Búlgaría, Tékkland.

G-riðill: Georgía, Makedónía, Spánn, Úkraína.

H-riðill: Rússland, Holland, Ísland, Ítalía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×