Svona bætum við kjör barnafólks Jóhann Páll Jóhannsson og Dagbjört Hákonardóttir skrifa 30. ágúst 2021 13:00 Millitekjufjölskyldur fá umtalsverðan stuðning í formi barnabóta alls staðar á Norðurlöndunum nema á Íslandi. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kerfið ekki bara hugsað sem fátæktarhjálp fyrir þau allra tekjulægstu heldur sem almennt stuðningsnet, verkfæri til að létta undir með fólki sem er að ala upp börn. Rannsóknir hafa margsýnt að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru best til þess fallin að draga úr barnafátækt til langs tíma. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Frá árinu 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming í hlutfalli við landsframleiðslu á Íslandi. Við í Samfylkingunni viljum snúa af þeirri braut og óskum eftir umboði kjósenda til að innleiða barnabótakerfi að norrænni fyrirmynd. Í fyrsta lagi viljum við að barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki fjórum sinnum á ári. Þannig mun stuðningurinn nýtast betur í reglulegum heimilisrekstri og fólk eiga auðveldara með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í öðru lagi viljum við að skerðingarmörkin verði hækkuð þannig að fleiri njóti stuðnings en áður. Markmiðið er að meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Í þriðja lagi ætlum við að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og fæðingarstyrk námsmanna og foreldra utan vinnumarkaðar. Þetta þarf að gerast samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna. Þetta er raunhæft, þetta er sanngjarnt og þetta er mikilvægt en kallar á gjörbreytta forgangsröðun við landstjórnina. Við leggjum til að kjarabæturnar verði fjármagnaðar með stóreignaskatti, hærri veiðigjöldum á stórútgerðir og hertu skatteftirliti. Það hefur nefnilega verið dekrað nóg við sérhagsmunaöflin í landinu. Nú er kominn tími á almenning . Höfundar eru þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Dagbjört Hákonardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Millitekjufjölskyldur fá umtalsverðan stuðning í formi barnabóta alls staðar á Norðurlöndunum nema á Íslandi. Í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er kerfið ekki bara hugsað sem fátæktarhjálp fyrir þau allra tekjulægstu heldur sem almennt stuðningsnet, verkfæri til að létta undir með fólki sem er að ala upp börn. Rannsóknir hafa margsýnt að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru best til þess fallin að draga úr barnafátækt til langs tíma. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Frá árinu 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming í hlutfalli við landsframleiðslu á Íslandi. Við í Samfylkingunni viljum snúa af þeirri braut og óskum eftir umboði kjósenda til að innleiða barnabótakerfi að norrænni fyrirmynd. Í fyrsta lagi viljum við að barnabætur verði greiddar út mánaðarlega en ekki fjórum sinnum á ári. Þannig mun stuðningurinn nýtast betur í reglulegum heimilisrekstri og fólk eiga auðveldara með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í öðru lagi viljum við að skerðingarmörkin verði hækkuð þannig að fleiri njóti stuðnings en áður. Markmiðið er að meðalfjölskylda með tvö börn, sem í dag fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstætt foreldri um 77 þúsund krónur, miðað við núverandi verðlag og aðstæður. Með þessu drögum við úr skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks og lækkum jaðarskatt á hverja viðbótarkrónu sem fólk vinnur sér inn. Í þriðja lagi ætlum við að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og fæðingarstyrk námsmanna og foreldra utan vinnumarkaðar. Þetta þarf að gerast samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna. Þetta er raunhæft, þetta er sanngjarnt og þetta er mikilvægt en kallar á gjörbreytta forgangsröðun við landstjórnina. Við leggjum til að kjarabæturnar verði fjármagnaðar með stóreignaskatti, hærri veiðigjöldum á stórútgerðir og hertu skatteftirliti. Það hefur nefnilega verið dekrað nóg við sérhagsmunaöflin í landinu. Nú er kominn tími á almenning . Höfundar eru þingframbjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun