Morgunkaffi þingframbjóðanda Hilda Jana Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna. Ég er í framboði til Alþingis og ég ætla að skrifa greinar um þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég vil skrifa um heilbrigðiskerfið, loftslagsmálin, hringrásarhagkerfið, atvinnumál, þjónustu við aldraða, kynferðislegt áreiti og ofbeldi, tækifærin á landsbyggðunum og geðheilbrigðismálin. Ég vil skrifa um mannúðlegra samfélag þar sem kærleikurinn er megin drifkrafturinn. Ég vil skrifa um að ég brenni fyrir því að að vera þátttakandi í því að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Ég les yfir það sem ég hef skrifað og hugsa um það hvernig stuttar greinar hljóma nærri alltaf eins og hálfgerð froða. Ég stend upp, hundurinn vill ólmur komast út í garð og kettlingurinn eltir æsispenntur. Ég sest aftur við tölvuna. Hvernig kem ég því í orð að ég telji að stjórnmálin snúist um grundvallar hugmyndafræði, forgangsröðun fjármuna, heiðarleika og vinnusemi? Að þau snúist ekki um finna einn leiðtoga sem hefur öll svörin, heldur um aukna samvinnu, fagmennsku og lýðræði. Að stjórnmál snúist um að gefa kost á sér til þess að að vera auðmjúkur þjónn samfélagsins. Þjónn sem hlustar, jafnvel helmingi meira en hann talar. Kannski mun það sem ég hef fram að færa ekki henta sem slagorð í blikkandi ljósaskilti. Ég gef hins vegar kost á mér til þess að vinna af heilindum fyrir samfélagið mitt. Ég býð fram krafta mína til þess að fylgja eftir markmiðum þeirrar metnaðarfullu kosningastefnu sem við hjá Samfylkingunni höfum nú lagt fram. Stefnu sem byggir á hugmyndafræði um aukinn jöfnuð, frelsi og réttlæti. Ég loka tölvunni, gef dýrunum að borða og held áfram að hugsa, hugsa um framtíðina Höfundur skipar 2. sæti Samfylkingarinnar í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna. Ég er í framboði til Alþingis og ég ætla að skrifa greinar um þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég vil skrifa um heilbrigðiskerfið, loftslagsmálin, hringrásarhagkerfið, atvinnumál, þjónustu við aldraða, kynferðislegt áreiti og ofbeldi, tækifærin á landsbyggðunum og geðheilbrigðismálin. Ég vil skrifa um mannúðlegra samfélag þar sem kærleikurinn er megin drifkrafturinn. Ég vil skrifa um að ég brenni fyrir því að að vera þátttakandi í því að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Ég les yfir það sem ég hef skrifað og hugsa um það hvernig stuttar greinar hljóma nærri alltaf eins og hálfgerð froða. Ég stend upp, hundurinn vill ólmur komast út í garð og kettlingurinn eltir æsispenntur. Ég sest aftur við tölvuna. Hvernig kem ég því í orð að ég telji að stjórnmálin snúist um grundvallar hugmyndafræði, forgangsröðun fjármuna, heiðarleika og vinnusemi? Að þau snúist ekki um finna einn leiðtoga sem hefur öll svörin, heldur um aukna samvinnu, fagmennsku og lýðræði. Að stjórnmál snúist um að gefa kost á sér til þess að að vera auðmjúkur þjónn samfélagsins. Þjónn sem hlustar, jafnvel helmingi meira en hann talar. Kannski mun það sem ég hef fram að færa ekki henta sem slagorð í blikkandi ljósaskilti. Ég gef hins vegar kost á mér til þess að vinna af heilindum fyrir samfélagið mitt. Ég býð fram krafta mína til þess að fylgja eftir markmiðum þeirrar metnaðarfullu kosningastefnu sem við hjá Samfylkingunni höfum nú lagt fram. Stefnu sem byggir á hugmyndafræði um aukinn jöfnuð, frelsi og réttlæti. Ég loka tölvunni, gef dýrunum að borða og held áfram að hugsa, hugsa um framtíðina Höfundur skipar 2. sæti Samfylkingarinnar í NA kjördæmi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun