Landhelgi íslenskrar ferðaþjónustu - 0 mílur Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 24. ágúst 2021 15:00 Fyrir Covid var komin af stað réttmæt umræða um að rekstrarstaða margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja væri slæm og hefði versnað. Hluti vandans var rakin till falls WOW en einnig til almenns rekstrarvanda í greininni og skakkrar samkeppnisstöðu. Umsvif erlendra ferðaskrifstofa var nánast í veldisvexti hér á landi fyrir Covid. Lítið sem ekkert var gert til að tryggja að þessi fyrirtæki færu eftir sömu kjarasamningum, lögum og reglum og innlendu fyrirtækin. Ekkert var heldur gert til að sporna við þessari þróun. Í mörgum löndum er t.d. krafa um að leiðsögumaður sem er búsettur og viðurkenndur af þarlendum stjórnvöldum sé til staðar í öllum skipulögðum hópferðum. Sameining og sjálfvirknivæðing Hinsvegar voru hér haldnir fundir og málþing sem mörg báru þann boðskap að sameining fyrirtækja og sjálfvirknivæðing væri nauðsynleg í ferðaþjónustu. Í þessu sambandi hefur oft verið vísað til arðsemisaukningar í sjávarútvegi þar sjálfvirknivæðing hefur verið gríðarleg og fyrirtæki hafa sameinast og orðið stærri og "öflugri." Það þarf ekki að tíunda að sú samþjöppun hefur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á byggðarþróun, skiptingu auðs og skuldsetningu greinarinnar sjálfrar. Það má þó segja að ógnin sem að þjóðarbúinu stafar af samþjöppun í sjávarútvegi sé minni en af samþjöppun í ferðaþjónustu. Í EES-samningum eru ákveðnar girðingar þegar kemur að eignarhaldi erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Engar slíkar girðingar eru þegar kemur að eignarhaldi ferðaþjónustufyrirtækja. Erlend yfirtaka? Það er ekkert sem segir að stór íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem sum hver hafa á undanförnum árum keppst við að kaupa upp fjölda smærri fyrirtækja til að blása út efnahagsreikning sinn verði seld í heilu lagi til erlendra aðila. Hvar stöndum við þá? Skiptir það máli hvort innlendir eða erlendir aðilar eigi innviði íslenskrar ferðaþjónustu? Svarið er já, það skiptir verulegu máli fyrir menningarleg og efnahagsleg áhrif greinarinnar. Erlent fyrirtæki með starfsemi á Íslandi greiða skatta erlendis og geta þessvegna gert út starfsfólk, íslenskt eða erlent, með ráðningarsamband erlendis. Þá verður mun erfiðara fyrir íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingu að hafa eftirlit með því að þeir sem starfa hér í ferðaþjónustu séu að vinna eftir gildandi kjarasamningum. Þetta mun skekkja enn frekar samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja gagnvart erlendum ferðaskrifstofum sem gera hér út nú þegar í stórum stíl. Ferðamálayfirvöld hafa ekki nýtt tímann í Covid til að vinna að því að efla samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja til framtíðar. Viðbrögð ferðamálayfirvalda fyrir og í Covid hafa fremur verið að leggja auknar kvaðir á innlend fyrirtæki sem stunda leyfisskylda starfsemi á sviði ferðþjónustu, krefjast árlega ítarlegri gagna til að viðhalda leyfum og sömu kvaðir lagðar á stór fyrirtæki og ör fyrirtæki. Samanburður við sjávarútveg Það er áhugavert að velta því fyrir sér, hverjar afleiðingarnar hefðu orðið af afskiptaleysi stjórnvalda í landhelgisdeilunni. Ef stjórnvöld hefðu litið fram hjá veiðum erlendra þjóða á landgrunninum en sett í staðinn íþyngjandi kvaðir á íslenska flotann – þær sömu á stórútgerðir og trillur! Hvatt til uppkaupa og sameingingar og svo bara beðið eftir því að erlendir aðilar hefðu keypt stórútgerðirnar upp. Ef þessi leið hefði verið farin er óumdeilt að efnahagsleg staða á Íslandi væri önnur í dag en hún er. Nú erum við með atvinnugrein sem í eðlilegu árferði skilar meiri gjaldeyristekjum og skapar fleiri störf en sjávarútvegur og hefur alla burði til þess að vera undirstaða hagsældar í landinu til framtíðar. En ferðamálayfirvöld eru uppteknari af því að sauma að litlum innlendum fyrirtækjum en að reyna að tryggja samkeppnisstöu innlendrar ferðaþjónustu fyrir ágangi erlendra fyrirtækja og finna leiðir til að sporna við erlendri yfirtöku á greininni. Höfundur er framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Ferðamennska á Íslandi Reykjavíkurkjördæmi suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir Covid var komin af stað réttmæt umræða um að rekstrarstaða margra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja væri slæm og hefði versnað. Hluti vandans var rakin till falls WOW en einnig til almenns rekstrarvanda í greininni og skakkrar samkeppnisstöðu. Umsvif erlendra ferðaskrifstofa var nánast í veldisvexti hér á landi fyrir Covid. Lítið sem ekkert var gert til að tryggja að þessi fyrirtæki færu eftir sömu kjarasamningum, lögum og reglum og innlendu fyrirtækin. Ekkert var heldur gert til að sporna við þessari þróun. Í mörgum löndum er t.d. krafa um að leiðsögumaður sem er búsettur og viðurkenndur af þarlendum stjórnvöldum sé til staðar í öllum skipulögðum hópferðum. Sameining og sjálfvirknivæðing Hinsvegar voru hér haldnir fundir og málþing sem mörg báru þann boðskap að sameining fyrirtækja og sjálfvirknivæðing væri nauðsynleg í ferðaþjónustu. Í þessu sambandi hefur oft verið vísað til arðsemisaukningar í sjávarútvegi þar sjálfvirknivæðing hefur verið gríðarleg og fyrirtæki hafa sameinast og orðið stærri og "öflugri." Það þarf ekki að tíunda að sú samþjöppun hefur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á byggðarþróun, skiptingu auðs og skuldsetningu greinarinnar sjálfrar. Það má þó segja að ógnin sem að þjóðarbúinu stafar af samþjöppun í sjávarútvegi sé minni en af samþjöppun í ferðaþjónustu. Í EES-samningum eru ákveðnar girðingar þegar kemur að eignarhaldi erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi. Engar slíkar girðingar eru þegar kemur að eignarhaldi ferðaþjónustufyrirtækja. Erlend yfirtaka? Það er ekkert sem segir að stór íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem sum hver hafa á undanförnum árum keppst við að kaupa upp fjölda smærri fyrirtækja til að blása út efnahagsreikning sinn verði seld í heilu lagi til erlendra aðila. Hvar stöndum við þá? Skiptir það máli hvort innlendir eða erlendir aðilar eigi innviði íslenskrar ferðaþjónustu? Svarið er já, það skiptir verulegu máli fyrir menningarleg og efnahagsleg áhrif greinarinnar. Erlent fyrirtæki með starfsemi á Íslandi greiða skatta erlendis og geta þessvegna gert út starfsfólk, íslenskt eða erlent, með ráðningarsamband erlendis. Þá verður mun erfiðara fyrir íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingu að hafa eftirlit með því að þeir sem starfa hér í ferðaþjónustu séu að vinna eftir gildandi kjarasamningum. Þetta mun skekkja enn frekar samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja gagnvart erlendum ferðaskrifstofum sem gera hér út nú þegar í stórum stíl. Ferðamálayfirvöld hafa ekki nýtt tímann í Covid til að vinna að því að efla samkeppnisstöðu innlendra ferðaþjónustufyrirtækja til framtíðar. Viðbrögð ferðamálayfirvalda fyrir og í Covid hafa fremur verið að leggja auknar kvaðir á innlend fyrirtæki sem stunda leyfisskylda starfsemi á sviði ferðþjónustu, krefjast árlega ítarlegri gagna til að viðhalda leyfum og sömu kvaðir lagðar á stór fyrirtæki og ör fyrirtæki. Samanburður við sjávarútveg Það er áhugavert að velta því fyrir sér, hverjar afleiðingarnar hefðu orðið af afskiptaleysi stjórnvalda í landhelgisdeilunni. Ef stjórnvöld hefðu litið fram hjá veiðum erlendra þjóða á landgrunninum en sett í staðinn íþyngjandi kvaðir á íslenska flotann – þær sömu á stórútgerðir og trillur! Hvatt til uppkaupa og sameingingar og svo bara beðið eftir því að erlendir aðilar hefðu keypt stórútgerðirnar upp. Ef þessi leið hefði verið farin er óumdeilt að efnahagsleg staða á Íslandi væri önnur í dag en hún er. Nú erum við með atvinnugrein sem í eðlilegu árferði skilar meiri gjaldeyristekjum og skapar fleiri störf en sjávarútvegur og hefur alla burði til þess að vera undirstaða hagsældar í landinu til framtíðar. En ferðamálayfirvöld eru uppteknari af því að sauma að litlum innlendum fyrirtækjum en að reyna að tryggja samkeppnisstöu innlendrar ferðaþjónustu fyrir ágangi erlendra fyrirtækja og finna leiðir til að sporna við erlendri yfirtöku á greininni. Höfundur er framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun