Við misstum boltann Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 08:31 Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Það verður að viðurkennast að þetta ferli sem Fossvogsskóli hefur farið í gegn um á þessu kjörtímabili og því síðasta, vegna rakaskemmda og myglu, hefur ekki verið gott. Of mikið hefur einkennst af samskiptaskorti við foreldra og tregðu sem hefur grafið undan trausti foreldranna í hverfinu. Trausti sem við þurfum nú að byggja upp á nýtt. Upplýsingaflæðið þarf að vera betra Sem formaður borgarráðs stóð ég í þeirri trú að verkefnið væri í góðum farvegi eftir að málin voru tekin föstum tökum í borgarráði í mars sl. þegar ákveðið var að mynda verkefnastjórn með sérfræðingum, fulltrúum borgarinnar og foreldrum. Hóp sem innihélt fulltrúa frá verkfræðistofunni Eflu, að ósk foreldra. Verkefni þessarar verkefnastjórnar var að tryggja aðkomu allra að verkefninu, gott upplýsingaflæði og faglega og góða ákvarðanatöku. Í lok júlí samþykkti borgarráð svo að nemendur í 1.-3. bekk myndu stunda nám í færanlegum húsum á lóð skólans, að ósk foreldra, í stað þess að þessir nemar færu daglega með rútu í Korpuskóla í allan vetur. Við, í pólitíkinni héldum að þetta ferli gengi vel, í fullri sátt við foreldra barna í skólanum, þar til fréttir bárust af skólabyrjun í síðustu viku. Þarna misstum við boltann. En hratt var brugðist við og ég vona að sú lausn sem komið var niður á sé ásættanleg til skamms tíma. Grenndarkynningu á að ljúka á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst. Ef engar athugasemdir berast verður trúlegast hægt að gefa út byggingaleyfi í næstu viku. Ef athugasemdir berast þarf auðvitað að bregðast við. Börn í 2. og 3. bekk geta því vonandi innan fárra vikna komið aftur á Fossvogssskólalóðina. Við þurfum að taka faglegar á myglumálum Mygla getur komið upp í öllu húsnæði borgarinnar, ekki bara í skólunum. Reykjavík þarf því að vera undirbúin undir það að takast á við breytingu á starfsemi þegar upp koma rakaskemmdir og mygla í mjög mismunandi umhverfi. Við þurfum að taka faglegar á slíkum málum. Því töldum við rétt að leggja það fyrir borgarráð að búinn yrði til nýr vinnsluferill sem yrði fylgt þegar upp koma myglumál í fasteignum borgarinnar. Þessi nýi ferill er á lokametrunum og verður vonandi kynntur í byrjun september. Þessi nýi ferill mun ekki taka til baka þann tíma sem foreldrar og starfsmenn í Fossvogsskóla hafa varið til að berjast fyrir bættum og heilnæmari skóla. En Reykjavíkurborg þarf að passa að sami vandi komi ekki upp í öðru húsnæði. Myglumál eru verulega flókin og mikilvægt að setja slík mál strax í öruggt og gott ferli, þar sem ábyrgð á verkefnum er skýr, tekið er á samhæfingu á milli fagsviða og tryggt að allir starfi vel saman og að upplýsingar berist með bættri samskiptaáætlun. Á þetta hefur skort í Fossvogsskóla og við verðum, og við viljum, gera betur. Allt samfélagið þarf að bregðast við vaxandi mygluvanda Annar lærdómur í Fossvogsskólamálinu snýr að því hvernig tekið er á myglu almennt. Við þurfum betri leiðbeiningar frá umhverfisráðuneyti um hvernig meta skuli óheilbrigt loft í húsum og hvenær þurfi að bregðast við. Það er víða gró í húsum en það skiptir máli hvar hún er, um hvernig gró er að ræða og hversu mikið af henni er. Þarna þarf Heilbrigðiseftirlitið skýrari leiðbeiningar til að fylgja. Einnig þurfa Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknir að birta leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um meðhöndlun einstaklinga með einkenni vegna myglu. Þetta segi ég ekki til að varpa neinni ábyrgð frá Reykjavíkurborg, heldur sjáum við af tíðum fréttum af raka vandamálum og myglu í opinberum byggingum um allt land að þetta er viðvarandi vandamál sem þarf að takast á við og hafa alla ferla klára. Þá er einnig að finna raka og myglu í húsnæði í einkaeigu og þurfa heilsugæslur um allt land að geta gripið einstaklinga með einkenni vegna þessa vanda og vísað í rétta meðhöndlun. Hér er því verk að vinna og við verðum að gera það vel, því hér er heilsa og líf fólks undir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra. Það verður að viðurkennast að þetta ferli sem Fossvogsskóli hefur farið í gegn um á þessu kjörtímabili og því síðasta, vegna rakaskemmda og myglu, hefur ekki verið gott. Of mikið hefur einkennst af samskiptaskorti við foreldra og tregðu sem hefur grafið undan trausti foreldranna í hverfinu. Trausti sem við þurfum nú að byggja upp á nýtt. Upplýsingaflæðið þarf að vera betra Sem formaður borgarráðs stóð ég í þeirri trú að verkefnið væri í góðum farvegi eftir að málin voru tekin föstum tökum í borgarráði í mars sl. þegar ákveðið var að mynda verkefnastjórn með sérfræðingum, fulltrúum borgarinnar og foreldrum. Hóp sem innihélt fulltrúa frá verkfræðistofunni Eflu, að ósk foreldra. Verkefni þessarar verkefnastjórnar var að tryggja aðkomu allra að verkefninu, gott upplýsingaflæði og faglega og góða ákvarðanatöku. Í lok júlí samþykkti borgarráð svo að nemendur í 1.-3. bekk myndu stunda nám í færanlegum húsum á lóð skólans, að ósk foreldra, í stað þess að þessir nemar færu daglega með rútu í Korpuskóla í allan vetur. Við, í pólitíkinni héldum að þetta ferli gengi vel, í fullri sátt við foreldra barna í skólanum, þar til fréttir bárust af skólabyrjun í síðustu viku. Þarna misstum við boltann. En hratt var brugðist við og ég vona að sú lausn sem komið var niður á sé ásættanleg til skamms tíma. Grenndarkynningu á að ljúka á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst. Ef engar athugasemdir berast verður trúlegast hægt að gefa út byggingaleyfi í næstu viku. Ef athugasemdir berast þarf auðvitað að bregðast við. Börn í 2. og 3. bekk geta því vonandi innan fárra vikna komið aftur á Fossvogssskólalóðina. Við þurfum að taka faglegar á myglumálum Mygla getur komið upp í öllu húsnæði borgarinnar, ekki bara í skólunum. Reykjavík þarf því að vera undirbúin undir það að takast á við breytingu á starfsemi þegar upp koma rakaskemmdir og mygla í mjög mismunandi umhverfi. Við þurfum að taka faglegar á slíkum málum. Því töldum við rétt að leggja það fyrir borgarráð að búinn yrði til nýr vinnsluferill sem yrði fylgt þegar upp koma myglumál í fasteignum borgarinnar. Þessi nýi ferill er á lokametrunum og verður vonandi kynntur í byrjun september. Þessi nýi ferill mun ekki taka til baka þann tíma sem foreldrar og starfsmenn í Fossvogsskóla hafa varið til að berjast fyrir bættum og heilnæmari skóla. En Reykjavíkurborg þarf að passa að sami vandi komi ekki upp í öðru húsnæði. Myglumál eru verulega flókin og mikilvægt að setja slík mál strax í öruggt og gott ferli, þar sem ábyrgð á verkefnum er skýr, tekið er á samhæfingu á milli fagsviða og tryggt að allir starfi vel saman og að upplýsingar berist með bættri samskiptaáætlun. Á þetta hefur skort í Fossvogsskóla og við verðum, og við viljum, gera betur. Allt samfélagið þarf að bregðast við vaxandi mygluvanda Annar lærdómur í Fossvogsskólamálinu snýr að því hvernig tekið er á myglu almennt. Við þurfum betri leiðbeiningar frá umhverfisráðuneyti um hvernig meta skuli óheilbrigt loft í húsum og hvenær þurfi að bregðast við. Það er víða gró í húsum en það skiptir máli hvar hún er, um hvernig gró er að ræða og hversu mikið af henni er. Þarna þarf Heilbrigðiseftirlitið skýrari leiðbeiningar til að fylgja. Einnig þurfa Heilbrigðisráðuneyti og Landlæknir að birta leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um meðhöndlun einstaklinga með einkenni vegna myglu. Þetta segi ég ekki til að varpa neinni ábyrgð frá Reykjavíkurborg, heldur sjáum við af tíðum fréttum af raka vandamálum og myglu í opinberum byggingum um allt land að þetta er viðvarandi vandamál sem þarf að takast á við og hafa alla ferla klára. Þá er einnig að finna raka og myglu í húsnæði í einkaeigu og þurfa heilsugæslur um allt land að geta gripið einstaklinga með einkenni vegna þessa vanda og vísað í rétta meðhöndlun. Hér er því verk að vinna og við verðum að gera það vel, því hér er heilsa og líf fólks undir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar