Málamiðlun og uppgjöf eru tvennt ólíkt Símon Vestarr skrifar 23. ágúst 2021 11:30 „Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Símon Vestarr Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
„Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun