Losun frá jarðvarmastöðvum Landsvirkjunar fer minnkandi ár frá ári Jóna Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 10:00 Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Við hjá Landsvirkjun tökum þetta markmið alvarlega, en við viljum gera enn betur og höfum einsett okkur að árið 2025 verði losun frá jarðvarmavinnslu okkar á Norðausturlandi 63% minni en hún var árið 2005. Stærsti hluti losunar Landsvirkjunar er vegna jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi. Á svæðinu eru þrjár aflstöðvar; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðin í Bjarnarflagi. Stöðvarnar nýta ólík jarðhitakerfi sem hafa ólíka náttúrulega eiginleika, m.a. í styrk koldíoxíðs. Þannig er losun mest frá Kröflustöð, jafnvel þó að Þeistareykjastöð vinni meiri orku. Okkur hefur gengið vel að draga úr losun til þessa og nú þegar hefur orðið 39% samdráttur í losun, á sama tíma og raforkuvinnsla okkar með jarðvarma hefur rúmlega tvöfaldast með tilkomu Þeistareykjavirkjunar. Lækkunin skýrist af hluta af því að losun frá Kröflustöð fer minnkandi ár frá ári, en einnig með öflugri vinnslustýringu. Þekking okkar á þeim jarðhitakerfum sem við nýtum og samþætting jarðvarma og vatnsorkunýtingar gerir okkur kleift að stýra að hluta til losun frá starfsemi okkar. Til dæmis höfum við dregið úr vinnslu jarðvarma í góðum vatnsárum, en með því drögum við úr losun þar sem raforkuvinnsla með vatnsafli hjá okkur losar minna en jarðvarminn. Unnið er að því að draga enn frekar úr losun frá jarðvamavinnslunni með því að fanga koldíoxíð úr útblæstri virkjananna og annað hvort dæla því aftur ofan í jörðina eða nýta það til verðmætasköpunar. Við höldum því ótrauð áfram að þróa nýjar leiðir til þess að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum, sem og allir okkar starfsemi. Þessar aðgerðir eru hluti af því markmiði okkar að verða kolefnishlutlaus árið 2025 og telja beint inn í markmið stjórnvalda um að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Jarðhiti Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að losun vegna jarðvarmavirkjana á Íslandi minnki að minnsta kosti um 47% árið 2030, miðað við árið 2005. Við hjá Landsvirkjun tökum þetta markmið alvarlega, en við viljum gera enn betur og höfum einsett okkur að árið 2025 verði losun frá jarðvarmavinnslu okkar á Norðausturlandi 63% minni en hún var árið 2005. Stærsti hluti losunar Landsvirkjunar er vegna jarðvarmavinnslu fyrirtækisins á Norðausturlandi. Á svæðinu eru þrjár aflstöðvar; Kröflustöð, Þeistareykjastöð og Gufustöðin í Bjarnarflagi. Stöðvarnar nýta ólík jarðhitakerfi sem hafa ólíka náttúrulega eiginleika, m.a. í styrk koldíoxíðs. Þannig er losun mest frá Kröflustöð, jafnvel þó að Þeistareykjastöð vinni meiri orku. Okkur hefur gengið vel að draga úr losun til þessa og nú þegar hefur orðið 39% samdráttur í losun, á sama tíma og raforkuvinnsla okkar með jarðvarma hefur rúmlega tvöfaldast með tilkomu Þeistareykjavirkjunar. Lækkunin skýrist af hluta af því að losun frá Kröflustöð fer minnkandi ár frá ári, en einnig með öflugri vinnslustýringu. Þekking okkar á þeim jarðhitakerfum sem við nýtum og samþætting jarðvarma og vatnsorkunýtingar gerir okkur kleift að stýra að hluta til losun frá starfsemi okkar. Til dæmis höfum við dregið úr vinnslu jarðvarma í góðum vatnsárum, en með því drögum við úr losun þar sem raforkuvinnsla með vatnsafli hjá okkur losar minna en jarðvarminn. Unnið er að því að draga enn frekar úr losun frá jarðvamavinnslunni með því að fanga koldíoxíð úr útblæstri virkjananna og annað hvort dæla því aftur ofan í jörðina eða nýta það til verðmætasköpunar. Við höldum því ótrauð áfram að þróa nýjar leiðir til þess að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum, sem og allir okkar starfsemi. Þessar aðgerðir eru hluti af því markmiði okkar að verða kolefnishlutlaus árið 2025 og telja beint inn í markmið stjórnvalda um að draga úr losun frá jarðvarmavirkjunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar