Útbrunnir starfsmenn slökkva elda Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. ágúst 2021 09:01 Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við. Við höfum til að mynda um áratugaskeið æft það að setja upp loftbrú með sjúklinga til Norðurlandanna ef stórslys verður á Íslandi, slys sem myndi krefjast meira af heilbrigðiskerfinu okkar en það getur sinnt. Á þeim æfingum höfum við alltaf gert ráð fyrir því að geta reitt okkur á nágrannaþjóðir þegar okkar kerfi springur. En nú, á tímum heimsfaraldurs, er staðan önnur. Flótti Á Íslandi er heilbrigðiskerfi sem gæti verið í heimsklassa, en því miður hefur áratuga sparnaður og launastefna sem er í engu samræmi við það sem tíðkast erlendis, gert það að verkum að þrátt fyrir sæmilegan tækjabúnað og þekkingu, þá getum við engan veginn mannað heilbrigðiskerfið með viðunandi hætti. Langur vinnutími og lág laun hafa orsakað flótta úr heilbrigðisstéttunum, bæði í aðra geira innanlands og á erlenda grundu. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt hið fallega tal um að umbuna starfsfólki í framlínu heimsfaraldurs, þá eru efndirnar ekki eftir því. Er það nema von að fólk gefist upp. Á sama tíma hafa stjórnendur og stjórnmálamenn á Norðurlöndum fullan skilning á því að það þarf bæði að fjárfesta í fólki og umbuna því fyrir erfitt starf á krísutímum. Gott dæmi er að starfsfólk á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi fær þreföld laun þegar það mætir í vinnu þegar það átti að vera í sumarfríi. Á sama tíma fær hjúkrunarfólk hér á landi 2-3 yfirvinnutíma greidda fyrir það að hætta snemma í sínu fríi. Íkveikjur Svör stjórnmálamanna hér á landi eru þau að nógu sé eytt í heilbrigðisþjónustu og því þurfi aðeins að auka framleiðni og innleiða stafræna umbyltingu. Sem aðili sem hefur leitt stafrænar umbyltingar víða um heim og unnið við að auka framleiðni í mannúðarstarfi víða um heim, þá er eitt grundvallarprinsipp sem er vel þekkt þegar kemur að slíkri vinnu. Það er að ekki er hægt að laga ferla eða nýta nýja tækni betur þegar starfsfólkið er í endalausri vinnu við að slökkva elda. Síst af öllu er það hægt á krísutímum. Yfirlýsingar um að nægt fjármagn sé þegar sett í heilbrigðiskerfið og að fólk þurfi bara nýta það betur og vinna hraðar eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Þvert á móti er það eins og að kasta bensín á bálið og leiðir einfaldlega til þess að enn fleira starfsfólk brennur út. Sér í lagi þegar litið er til þess að ástæðan fyrir yfirlýsingunum er sú að ef sækja þarf meira fjármagn til heilbrigðiskerfisins þá þarf það að koma með auknu auðlindagjaldi og hátekjuskatti, nokkuð sem er of nátengt þeim sem yfirlýsingarnar gefa. Brunaútsala Á hápunkti faraldursins í fyrra þurftu því miður margir, af þeim sem ég hef unnið með við mannúðarstörf víða um heim síðustu tvo áratugi, að taka þær erfiðu ákvarðanir í heimalandi sínu um hvaða sjúklingar fengju að lifa og hverjir myndu þurfa að deyja sökum þess að ekki voru nægileg sjúkrarými fyrir alla þá sem þurftu innlögn á sjúkrahús. Stjórnendur Landspítala segjast nálgast óðfluga þessi mörk og bráðum gætu læknar þurft að taka ákvörðun um það hvort þú eða foreldrar þínir fái að lifa. Það eru ákvarðanir sem enginn læknir á að þurfa að taka í ríku landi eins og Íslandi. Við þurfum að stórauka fjárfestingu í fólki innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að borga starfsfólki samkeppnishæf laun, bæta starfsumhverfi þeirra og stórauka nýliðun innan kerfisins. Við þurfum að umbuna starfsfólki þegar það leggur á sig ómælda aukavinnu og áhættu, til þess að við og ástvinir okkar lifum. Við megum ekki setja líf fólks á brunaútsölu eða láta heilbrigðisstarfsfólk brenna út, einungis vegna stjórnmálamanna sem eru fastir í kreddum um hver skuli bera byrðarnar í samfélaginu. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða rétt. Sem segja það ekki vera einhverja „verstu hugmynd sem þeir hafi heyrt“ að ráða mannskap á stofnanir eins og Landspítalann. Við þurfum stjórnmálamenn sem átta sig á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í gangverki samfélagsins - sérstaklega á tímum þegar sjálft frelsi landsmanna hvílir á herðum Landspítalans. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að leysa vandamálin í stað þess að bíða eftir því að þeir fái hugljómun við það að veikjast sjálfir og þurfa að upplifa hið brothætta kerfi á eigin skinni. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við. Við höfum til að mynda um áratugaskeið æft það að setja upp loftbrú með sjúklinga til Norðurlandanna ef stórslys verður á Íslandi, slys sem myndi krefjast meira af heilbrigðiskerfinu okkar en það getur sinnt. Á þeim æfingum höfum við alltaf gert ráð fyrir því að geta reitt okkur á nágrannaþjóðir þegar okkar kerfi springur. En nú, á tímum heimsfaraldurs, er staðan önnur. Flótti Á Íslandi er heilbrigðiskerfi sem gæti verið í heimsklassa, en því miður hefur áratuga sparnaður og launastefna sem er í engu samræmi við það sem tíðkast erlendis, gert það að verkum að þrátt fyrir sæmilegan tækjabúnað og þekkingu, þá getum við engan veginn mannað heilbrigðiskerfið með viðunandi hætti. Langur vinnutími og lág laun hafa orsakað flótta úr heilbrigðisstéttunum, bæði í aðra geira innanlands og á erlenda grundu. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt hið fallega tal um að umbuna starfsfólki í framlínu heimsfaraldurs, þá eru efndirnar ekki eftir því. Er það nema von að fólk gefist upp. Á sama tíma hafa stjórnendur og stjórnmálamenn á Norðurlöndum fullan skilning á því að það þarf bæði að fjárfesta í fólki og umbuna því fyrir erfitt starf á krísutímum. Gott dæmi er að starfsfólk á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi fær þreföld laun þegar það mætir í vinnu þegar það átti að vera í sumarfríi. Á sama tíma fær hjúkrunarfólk hér á landi 2-3 yfirvinnutíma greidda fyrir það að hætta snemma í sínu fríi. Íkveikjur Svör stjórnmálamanna hér á landi eru þau að nógu sé eytt í heilbrigðisþjónustu og því þurfi aðeins að auka framleiðni og innleiða stafræna umbyltingu. Sem aðili sem hefur leitt stafrænar umbyltingar víða um heim og unnið við að auka framleiðni í mannúðarstarfi víða um heim, þá er eitt grundvallarprinsipp sem er vel þekkt þegar kemur að slíkri vinnu. Það er að ekki er hægt að laga ferla eða nýta nýja tækni betur þegar starfsfólkið er í endalausri vinnu við að slökkva elda. Síst af öllu er það hægt á krísutímum. Yfirlýsingar um að nægt fjármagn sé þegar sett í heilbrigðiskerfið og að fólk þurfi bara nýta það betur og vinna hraðar eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Þvert á móti er það eins og að kasta bensín á bálið og leiðir einfaldlega til þess að enn fleira starfsfólk brennur út. Sér í lagi þegar litið er til þess að ástæðan fyrir yfirlýsingunum er sú að ef sækja þarf meira fjármagn til heilbrigðiskerfisins þá þarf það að koma með auknu auðlindagjaldi og hátekjuskatti, nokkuð sem er of nátengt þeim sem yfirlýsingarnar gefa. Brunaútsala Á hápunkti faraldursins í fyrra þurftu því miður margir, af þeim sem ég hef unnið með við mannúðarstörf víða um heim síðustu tvo áratugi, að taka þær erfiðu ákvarðanir í heimalandi sínu um hvaða sjúklingar fengju að lifa og hverjir myndu þurfa að deyja sökum þess að ekki voru nægileg sjúkrarými fyrir alla þá sem þurftu innlögn á sjúkrahús. Stjórnendur Landspítala segjast nálgast óðfluga þessi mörk og bráðum gætu læknar þurft að taka ákvörðun um það hvort þú eða foreldrar þínir fái að lifa. Það eru ákvarðanir sem enginn læknir á að þurfa að taka í ríku landi eins og Íslandi. Við þurfum að stórauka fjárfestingu í fólki innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að borga starfsfólki samkeppnishæf laun, bæta starfsumhverfi þeirra og stórauka nýliðun innan kerfisins. Við þurfum að umbuna starfsfólki þegar það leggur á sig ómælda aukavinnu og áhættu, til þess að við og ástvinir okkar lifum. Við megum ekki setja líf fólks á brunaútsölu eða láta heilbrigðisstarfsfólk brenna út, einungis vegna stjórnmálamanna sem eru fastir í kreddum um hver skuli bera byrðarnar í samfélaginu. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða rétt. Sem segja það ekki vera einhverja „verstu hugmynd sem þeir hafi heyrt“ að ráða mannskap á stofnanir eins og Landspítalann. Við þurfum stjórnmálamenn sem átta sig á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í gangverki samfélagsins - sérstaklega á tímum þegar sjálft frelsi landsmanna hvílir á herðum Landspítalans. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að leysa vandamálin í stað þess að bíða eftir því að þeir fái hugljómun við það að veikjast sjálfir og þurfa að upplifa hið brothætta kerfi á eigin skinni. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun