Ný framtíð Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 12. ágúst 2021 10:01 Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðausturkjördæmi Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar. Öll mín fullorðinsár – síðustu 4 áratugir hafa einkennst af þeirri miklu samfélagsbyltingu sem kennd er við nýfrjálshyggju eða fjármálakapítalisma. Það þýðir að samfélagið allt er stillt inná gróðasókn þar sem eina hlutverk fyrirtækja er að færa eigendum og hluthöfum sem mestan arð í og því háttarlagi fylgir tillitsleysi við umhverfi sitt og samfélag. Þetta er eyðandi og eyðileggjandi kerfi sem framleiðir fáa miljarðamæringa en eyðir velferðarkerfi almennings, skapar fátækt og ójöfnuð. Þetta var ekki svona.Við þekkjum tíma þegar við áttum gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi um allt land og konur gátu fætt börn sín í heimabyggð.Víða um heim voru húsnæðismál leyst með stórverkefnum á sviði félagslegra íbúðarbygginga og í nokkrum mæli hér líka. Félagslegt bankakerfi sem fjárfesti í raunhagkerfinu var til.Ekki það rænulausa brask og bólukerfi sem er sköpunarverk bankanna í dag. Samvinnuhreyfingin var sterk og hún hélt auðnum í heimabyggð og var lýðræðislega uppbyggð og svo framvegis. Svona aðferðir vill Sósíalistaflokkurinn nota og sníða að nútímanum og þeim stóru vandamálum sem blasa við í dag eins og loftslagsmálum, síauknum ójöfnuði og óréttlæti Efnahagskerfi sem hannað er til að skila eigendum fjármagns og stórfyrirtækja hámarksgróða á sem stystum tíma er augljóslega ekki að taka á stórum vandamálum á þann rótæka hátt sem til þarf. Þess vegna er grundvallar atriði að taka upp nýtt efnahags- og félagskerfi. Samhyggju í stað sérhyggju, sósíalisma. Þá er hægt að leggja í þær rótæku breytingar sem skapað geta nýja og betri framtíð. Núna þegar gengið er til kosninga 25. september hlýtur spilling stjórnmálastéttarinnar að vera ofarlega í huga. Skoðanakannanir um fjölmörg stærstu mál samfélagsins sýna okkur að þjóðarviljinn nær ekki inn fyrir múra Alþingis. Þar sitja stjórnvöld sem framkvæma, kosningar eftir kosningar, þveröfuga stefnu. Ég vil berjast fyrir því með Sósíalistaflokknum að færa þjóðarviljann inn á Alþingi og afnema forréttindi stjórnmálastéttarinnar sem komin eru út í algera öfga. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar