Menningarstríð héraðsdómara og Sjálfstæðismanns Kári Gautason skrifar 9. ágúst 2021 08:00 Síðustu misseri hefur farið meira og meira fyrir innflutningi á vegum ákveðinna hægri manna. Nú er ekki um innflutning á vörum að ræða heldur á bandarísku menningarstríðunum svokölluðu sem flutt eru inn til heimabrúks. Það er gert með því að heimfæra erlendan ágreining upp á íslenskar aðstæður – með misgóðum árangri. Gott dæmi um slíkan innflutning er grein sem birtist um helgina eftir Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins , um hættuna sem steðjar að lýðræðinu vegna sóttvarnarráðstafana. Viskuseyður af vefnum Engu líkara er en að höfundurinn hafi gleypt heila youtube rás sem vellur nú fram í greinarformi. Höfundurinn er stjórnmálamaður og dómari í ofanálag og því þarf að taka þessi skrif alvarlega. Milli línanna má lesa enduróm af málflutningi hins furðulega samtínings snákaolíusölumanna og æsingamanna sem kennir sig við „Intellectual Dark Web“ – eða IDW. Þessi söfnuður hefur bruggað seyð með málflutningi sínum mánuðum saman sem dómarinn ber svo á borð fyrir lesendur Morgunblaðsins. Í forrétt er það borið fram að aðgerðirnar til að hefta covid séu verri en sjúkdómurinn sjálfur. Í aðalrétt er hættulegt ástand þar sem alræði er í nánd og í eftirrétt er hrun samfélagssins . Hægt væri að tína til staðreyndavillur í greininni. Það er t.d. rangt að grímur hafi lítil áhrif á smitbærni samkvæmt bestu fáanlegu þekkingu. Tölfræðin um hlutfall þeirra sem lifa af covid er áhugaverð en er sett fram með villandi hætti. Það er blessunarlega rétt að 99% af þeim sem fengu COVID á Íslandi lifðu. En það var ekki þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir, heldur einmitt vegna þeirra. Við könnumst flest við bjargráðin – sýnatökur, smitrakningu, sóttkví, fjöldatakmarkanir, ferðatakmarkanir og nú seinast bólusetningar. Með þessu náðum við að vernda heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Í Svíþjóð er tuttugu sinnum hærri dánartíðni en hér á landi vegna þess að þar virtist lengst af sem félagslegur Darwinismi réði ríkjum en ekki norrænt velferðarþjóðfélag. Það er þó ekki ágreiningur um staðreyndir sem knýr mig til þess að ræða skrif Arnars. Staðreyndir skipta póstmóderníska hægrimenn engu máli – þeir sjá bara valdið bakvið sóttvarnarráðstafanirnar en ekki hina raunverulegu ógn – drepsóttina. Hann sefar sinn eigin ótta En hvað fær gáfaða og ritfæra einstaklinga til að skrifa grein á borð við þá sem Arnar Þór gerði? Ég sé ekki betur en að hann sé hræddur. Hann virðist vera mikill einstaklingshyggjumaður, sem trúir því statt og stöðugt að einstaklingurinn og frelsi hans til að taka ákvarðanir séu ofar öllu. Heimsmynd hans og skoðanabræðra er undir miklu álagi vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Því sama hversu ábyrgur og hraustur einstaklingur er – þá dugar það einfaldlega ekki til þess að glíma við ósýnilegan óvin á borð við veiru. Eina leiðin til þess að ráða niðurlögum hans eru inngrip frá ríkinu, samstillt átak stofnana og samfélagsins alls. Slík samfélagshugsun er frjálshyggjumanninum fjarri, enda er ekkert samfélag samkvæmt hans kokkabók – bara einstaklingar. Veruleikinn passar ekki við heimsmynd Arnars og það hlýtur að vera óþægilegt. Það er skiljanlegt og mannlegt að takast á við þennan ótta með því að reyna að þvinga veruleikann til þess að passa við hugmyndafræðina. Eins og fræðimaðurinn Dan M. Kahan hefur sýnt fram á – þá eru gáfur til þess fallnar að auðvelda hugmyndafræðingum að rúsínuplokka rök til að styðja við heimsmynd sína. Þessi grein Arnars er skýrt dæmi um slíkt. Til að verja heimsmynd sína kemst Arnar að þeirri niðurstöðu að sóttvarnarráðstafanir séu til þess eins að koma á einhverskonar alræði vísinda- og tæknimanna. Með þessu dellutali sefar hann sinn eigin ótta og annarra frjálshyggjumanna. Allt í einu eru þeir ekki fórnarlömb ríkisvaldsins heldur hafa þeir hlutverk. Þeir eru frelsishetjur, varðmenn vestrænnar arfleifðar og hluti af andspyrnuhreyfingu. Þetta hlutverk og sjálfa sig taka þeir mjög alvarlega. Enda er þeirra trú að með því að hlýða ekki tilmælum eða sleppa því að bólusetja sig þá séu þeir ekki eingöngu að taka skynsamlega ákvörðun fyrir þá sjálfa – heldur eru þeir um leið að berjast á móti alræði: Til atlögu gegn hinu illa tæknivaldi! Rikið tekur sér vald og skilar Í greininni stillir Arnar Þór upp tveimur valkostum – annars vegar „klassísku frjálslyndi“ og hinsvegar ofríki, þar sem haft er vit fyrir þér frá vöggu til grafar. Þessi falska tvíhyggja er auðvitað í engu samhengi við veruleikann. Í raun hafa tímabundnar takmarkanir íslenskra stjórnvalda orðið til þess að á heildina litið hefur ríkt meira frelsi almennings hér en víðast hvar í heiminum á meðan heimsfaraldurinn hefur geysað. Neyðarástandið hefur vissulega haft í för með sér að ríkisvaldið hefur haft meiri afskipti en í venjulegu árferði, en bókstaflega um leið og það hefur verið skynsamlegt útfrá þeim gögnum sem liggja fyrir hefur aftur verið slakað á. Þetta hafa íslensk stjórnvöld gert aftur og aftur í gegnum faraldurinn. Til dæmis voru allar sóttvarnarráðstafanir innanlands afnumdar þann 1. júlí síðstliðinn vegna útbreiddra bólusetninga. Þegar farsóttin lét aftur á sér kræla var gripið til hófsamra aðgerða til þess að verja viðkvæma hópa og heilbrigðiskerfið. Þetta var nú allt samsæri tækniveldisins sem Arnar Þór var svona logandi hræddur við. Þeir haldi sig á jaðrinum Raunar sýnir þessi grein mæta vel hversu róttækt og eyðandi afl frjálshyggju-hægrið er. Það virkar eins og dauðakölt þegar það fyrirhittir raunveruleg vandamál þar sem lausnirnar falla ekki að hugmyndafræði þess. Þá bregst það við með því að reyna að sveigja raunheima að heimsmynd sinni, sama hvað það kostar, í stað þess að laga heimsmyndina að raunveruleikanum. Sífellt fleiri hægrimenn velja að ganga í björg og segja skilið við veruleikann, eins og sést í æ vitfirrtari skrifum ysta hægrisins um kórónuveiruna. Gallinn við þá nálgun er að veiran kærir sig kollótta um heimsmynd umræddra einstaklinga. Sé hinsvegar farið að ráðum þeirra gæti það kollvarpað frelsi annarra – t.d. frelsinu til þess að deyja ekki um aldur fram vegna farsóttar sem hægt er að stöðva með hæfilegum inngripum. Gefum því samsæriskenningahjali þeirra engan gaum og leyfum þeim að hýrast á jaðri íslenskra stjórnmála þar sem þeir eiga heima. Þar geta þeir húkt ásamt þeim sem trúa ekki á bólusetningar, ormalyfsdýrkendum, flatjarðarsinnum og öðrum þeim sem hafa heimsmynd sem fellur ekki að veruleikanum. Höfundur skipar 4. Sæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur farið meira og meira fyrir innflutningi á vegum ákveðinna hægri manna. Nú er ekki um innflutning á vörum að ræða heldur á bandarísku menningarstríðunum svokölluðu sem flutt eru inn til heimabrúks. Það er gert með því að heimfæra erlendan ágreining upp á íslenskar aðstæður – með misgóðum árangri. Gott dæmi um slíkan innflutning er grein sem birtist um helgina eftir Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins , um hættuna sem steðjar að lýðræðinu vegna sóttvarnarráðstafana. Viskuseyður af vefnum Engu líkara er en að höfundurinn hafi gleypt heila youtube rás sem vellur nú fram í greinarformi. Höfundurinn er stjórnmálamaður og dómari í ofanálag og því þarf að taka þessi skrif alvarlega. Milli línanna má lesa enduróm af málflutningi hins furðulega samtínings snákaolíusölumanna og æsingamanna sem kennir sig við „Intellectual Dark Web“ – eða IDW. Þessi söfnuður hefur bruggað seyð með málflutningi sínum mánuðum saman sem dómarinn ber svo á borð fyrir lesendur Morgunblaðsins. Í forrétt er það borið fram að aðgerðirnar til að hefta covid séu verri en sjúkdómurinn sjálfur. Í aðalrétt er hættulegt ástand þar sem alræði er í nánd og í eftirrétt er hrun samfélagssins . Hægt væri að tína til staðreyndavillur í greininni. Það er t.d. rangt að grímur hafi lítil áhrif á smitbærni samkvæmt bestu fáanlegu þekkingu. Tölfræðin um hlutfall þeirra sem lifa af covid er áhugaverð en er sett fram með villandi hætti. Það er blessunarlega rétt að 99% af þeim sem fengu COVID á Íslandi lifðu. En það var ekki þrátt fyrir sóttvarnaaðgerðir, heldur einmitt vegna þeirra. Við könnumst flest við bjargráðin – sýnatökur, smitrakningu, sóttkví, fjöldatakmarkanir, ferðatakmarkanir og nú seinast bólusetningar. Með þessu náðum við að vernda heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa. Í Svíþjóð er tuttugu sinnum hærri dánartíðni en hér á landi vegna þess að þar virtist lengst af sem félagslegur Darwinismi réði ríkjum en ekki norrænt velferðarþjóðfélag. Það er þó ekki ágreiningur um staðreyndir sem knýr mig til þess að ræða skrif Arnars. Staðreyndir skipta póstmóderníska hægrimenn engu máli – þeir sjá bara valdið bakvið sóttvarnarráðstafanirnar en ekki hina raunverulegu ógn – drepsóttina. Hann sefar sinn eigin ótta En hvað fær gáfaða og ritfæra einstaklinga til að skrifa grein á borð við þá sem Arnar Þór gerði? Ég sé ekki betur en að hann sé hræddur. Hann virðist vera mikill einstaklingshyggjumaður, sem trúir því statt og stöðugt að einstaklingurinn og frelsi hans til að taka ákvarðanir séu ofar öllu. Heimsmynd hans og skoðanabræðra er undir miklu álagi vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Því sama hversu ábyrgur og hraustur einstaklingur er – þá dugar það einfaldlega ekki til þess að glíma við ósýnilegan óvin á borð við veiru. Eina leiðin til þess að ráða niðurlögum hans eru inngrip frá ríkinu, samstillt átak stofnana og samfélagsins alls. Slík samfélagshugsun er frjálshyggjumanninum fjarri, enda er ekkert samfélag samkvæmt hans kokkabók – bara einstaklingar. Veruleikinn passar ekki við heimsmynd Arnars og það hlýtur að vera óþægilegt. Það er skiljanlegt og mannlegt að takast á við þennan ótta með því að reyna að þvinga veruleikann til þess að passa við hugmyndafræðina. Eins og fræðimaðurinn Dan M. Kahan hefur sýnt fram á – þá eru gáfur til þess fallnar að auðvelda hugmyndafræðingum að rúsínuplokka rök til að styðja við heimsmynd sína. Þessi grein Arnars er skýrt dæmi um slíkt. Til að verja heimsmynd sína kemst Arnar að þeirri niðurstöðu að sóttvarnarráðstafanir séu til þess eins að koma á einhverskonar alræði vísinda- og tæknimanna. Með þessu dellutali sefar hann sinn eigin ótta og annarra frjálshyggjumanna. Allt í einu eru þeir ekki fórnarlömb ríkisvaldsins heldur hafa þeir hlutverk. Þeir eru frelsishetjur, varðmenn vestrænnar arfleifðar og hluti af andspyrnuhreyfingu. Þetta hlutverk og sjálfa sig taka þeir mjög alvarlega. Enda er þeirra trú að með því að hlýða ekki tilmælum eða sleppa því að bólusetja sig þá séu þeir ekki eingöngu að taka skynsamlega ákvörðun fyrir þá sjálfa – heldur eru þeir um leið að berjast á móti alræði: Til atlögu gegn hinu illa tæknivaldi! Rikið tekur sér vald og skilar Í greininni stillir Arnar Þór upp tveimur valkostum – annars vegar „klassísku frjálslyndi“ og hinsvegar ofríki, þar sem haft er vit fyrir þér frá vöggu til grafar. Þessi falska tvíhyggja er auðvitað í engu samhengi við veruleikann. Í raun hafa tímabundnar takmarkanir íslenskra stjórnvalda orðið til þess að á heildina litið hefur ríkt meira frelsi almennings hér en víðast hvar í heiminum á meðan heimsfaraldurinn hefur geysað. Neyðarástandið hefur vissulega haft í för með sér að ríkisvaldið hefur haft meiri afskipti en í venjulegu árferði, en bókstaflega um leið og það hefur verið skynsamlegt útfrá þeim gögnum sem liggja fyrir hefur aftur verið slakað á. Þetta hafa íslensk stjórnvöld gert aftur og aftur í gegnum faraldurinn. Til dæmis voru allar sóttvarnarráðstafanir innanlands afnumdar þann 1. júlí síðstliðinn vegna útbreiddra bólusetninga. Þegar farsóttin lét aftur á sér kræla var gripið til hófsamra aðgerða til þess að verja viðkvæma hópa og heilbrigðiskerfið. Þetta var nú allt samsæri tækniveldisins sem Arnar Þór var svona logandi hræddur við. Þeir haldi sig á jaðrinum Raunar sýnir þessi grein mæta vel hversu róttækt og eyðandi afl frjálshyggju-hægrið er. Það virkar eins og dauðakölt þegar það fyrirhittir raunveruleg vandamál þar sem lausnirnar falla ekki að hugmyndafræði þess. Þá bregst það við með því að reyna að sveigja raunheima að heimsmynd sinni, sama hvað það kostar, í stað þess að laga heimsmyndina að raunveruleikanum. Sífellt fleiri hægrimenn velja að ganga í björg og segja skilið við veruleikann, eins og sést í æ vitfirrtari skrifum ysta hægrisins um kórónuveiruna. Gallinn við þá nálgun er að veiran kærir sig kollótta um heimsmynd umræddra einstaklinga. Sé hinsvegar farið að ráðum þeirra gæti það kollvarpað frelsi annarra – t.d. frelsinu til þess að deyja ekki um aldur fram vegna farsóttar sem hægt er að stöðva með hæfilegum inngripum. Gefum því samsæriskenningahjali þeirra engan gaum og leyfum þeim að hýrast á jaðri íslenskra stjórnmála þar sem þeir eiga heima. Þar geta þeir húkt ásamt þeim sem trúa ekki á bólusetningar, ormalyfsdýrkendum, flatjarðarsinnum og öðrum þeim sem hafa heimsmynd sem fellur ekki að veruleikanum. Höfundur skipar 4. Sæti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar