Forvarnir í fyrirtækjarekstri Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 5. ágúst 2021 07:00 Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum. Samstarf um forvarnir Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Breytingar á aðstöðu, umsvifum, húsnæði og starfsmannahaldi geta skapað þörf fyrir breytta tryggingavernd. Því er mikilvægt að endurskoða reglulega tryggingar og áherslur í forvarnastarfi. Fyrirtæki geta náð góðum árangri í forvörnum í samstarfi við sín tryggingafélög. Ef farið er markvisst yfir stöðuna, unnið að skilgreindum markmiðum og verkefnum forgangsraðað skilar það sér í fækkun slysa og tjóna. Traust og gott upplýsingaflæði hefur hér mikið að segja en samvinna er lykilatriði í þessari vinnu. Áherslur í forvarnastarfi Þegar kemur að forvarnasamstarfi tryggingafélaga og fyrirtækja eru áhersluatriðin nokkur. Til að byrja með eru gerðar áhættuskoðanir á eignum og eru þær gagnlegur grunnur til að vinna út frá. Regluleg tölfræðigreining og skýrslur um þróun tjóna gefa góða mynd af stöðunni og varpa ljósi á hvað má bæta. Út frá þeim má finna helstu áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna. Einnig er mikilvægt að skrá óhöpp og slys svo tölfræðigrunnurinn sé sem áreiðanlegastur. Atvikaskráning og eftirfylgni við úrvinnslu skiptir miklu máli. Að lokum er samtal um forvarnir við og milli starfsfólks nauðsynlegt og reglulegar upplýsandi forvarnakynningar sem beina sjónum að því sem setja þarf í forgang mikilvægar. Vel upplýst starfsfólk er betur í stakk búið til að bregðast við óvæntum uppákomum og koma í veg fyrir tjón og slys. Allt þetta miðar að því að skapa fyrirtækjamenningu þar sem forvarnir skipta máli og allir róa í sömu átt. Eftir höfðinu dansa limirnir og stjórnendur þurfa hér að vera leiðandi og setja vellíðan starfsfólks í forgang. Saman getum við náð góðum árangri. Allra hagur Sem fyrr segir er það allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys. Tap fyrirtækis bitnar ekki bara á rekstrinum heldur getur það líka haft mikið að segja fyrir þá sem þar starfa. En slys á fólki verða ekki tekin til baka og geta sett strik í reikninginn fyrir viðkomandi til frambúðar. Það er því til mikils að vinna að sjá til þess að allir skili sér heilir heim í lok vinnudags. Ábyrgð stjórnenda og rekstraraðila er mikil og ætti að vera þeirra keppikefli að standa undir henni. Með því að setja forvarnir á oddinn í fyrirtækjarekstri stuðlum við að öruggara samfélagi með auknum lífsgæðum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar