Hinsegin eldri borgarar mættir á svæðið með stolti! Viðar Eggertsson skrifar 3. ágúst 2021 21:28 Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Hinsegin Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Viðar Eggertsson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú þegar við höldum hátíðlega Hinsegin daga með fjölskrúðugri dagskrá, litasprengjum og gleði er vert að minnast þeirra sem ruddu brautina. Þetta var fólk sem hafði mátt sæta ofsóknum og lítillækkun samfélagsins alla sína tilveru. Það þurfti mikið hugrekki, áræðni og sannfæringarkraft fyrir mannréttindum hinsegin fólks til að stíga fram úr felum og neita að sætta sig við útskúfun og forsmánun. En þau höfðu baráttuþrek og sannfæringu um að við værum öll jöfn og samfélagið væri fyrir okkur öll. Þetta er fólkið mitt. Þetta er mín kynslóð. Ég man svo langt aftur þegar Hörður Torfason kallaði saman á sellufund lítinn hóp manna sem læddust inn í litla íbúð í háhýsi í austurbænum í skammdegisdrunganum til að ræða stöðu sína og hugsanlega stofnun baráttuhóps. Margir í hópnum höfðu orðið illilega fyrir barðinu á fordómum og hatri. Orðið fyrir barsmíðum, mismunun á vinnumarkaði og sumir hreinlega misst bæði atvinnu og húsnæði fyrir það eitt að vera hinsegin. Þetta var veturinn 1977-1978. Það var tekist á um hversu árennilegt það væri að storka opinberlega svo fordómafullu samfélagi með að bindast samtökum um mannréttindi hinsegin fólks. Harðasti kjarninn í þessum litla hópi stofnaði síðan Samtökin 78. Full sannfæringar um að ástin fer aldrei í manngreinarálit og ástin sigrar allt. Síðan hef ég gegnum tíðina oft komið að starfi Samtakanna 78 á einn eða annan hátt, bæði í blíðu jafnt sem stríðu. Þessi lífsreynsla hefur mótað mig. Jafnréttisbarátta er hverjum og einum mikilvæg. Þá fyrst verður hún lífsnauðsynleg þegar hann verður sjálfur fyrir misrétti. Það hefur fyllt mig endurnýjaðri orku og gleði að sjá hversu mikið hefur áunnist í þessari mannréttindabaráttu og ekki síst hversu margir hafa fundið lífshamingju sína vegna baráttu fólksins í Samtökunum 78. Þetta er líka hreyfingin sem hefur skapað skemmtilegustu og litríkustu fjölskylduhátíð ársins. Hátíð sem hefur til skamms tíma sprengt hvert þátttökumetið eftir annað ár eftir ár. Það hefur verið gæfa samtakanna að stöðugt hafa nýjar hendur komið og lagst á árarnar, þegar aðrar lúnari hafa þurft á hvíld að halda. En það er þó eðli baráttufólks að það dregur sig aldrei alveg í hlé. Því það veit að baráttunni er aldrei endanlega lokið. Mannréttindi eru aldrei sjálfsögð í augum alltof margra og við þurfum stöðugt að vera viðbúin nýjum hatursáróðri. Nýjum þvingunum. Vaktinni er aldrei lokið. Því er vel við hæfi að yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Hinsegin á öllum aldri“ til að vekja athygli á hversu mikil aldursbreidd og reynsla er á bak við þennan stóra hóp sem stoltur ber í dag uppi merki sýnileika, mannréttinda og ekki síst jafnréttis. Brautryðjendurnir sem stofnuðu á sínum tíma Samtökin 78 eru flest orðin eftirlaunafólk í dag. Nú mæta þau enn nýjum áskorunum. Að máta sig við tilveruheim eldri borgarans eins og samfélagið hefur mótað hann. Á þeirra þá að bíða gömlu dansarnir með harmoniku og tilbreytingalítið, smáborgaralegt ævikvöld? Ég held ekki. Þetta er fólkið sem kann að breyta hlutunum. Nú verður rokk og ról. Þetta er sko fólkið sem mun skora klisjurnar á hólm. Sjáið bara til. Hinsegin eldri borgarar eru mættir á svæðið. Nú verður gaman að eldast! Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er hinsegin eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun