„Við erum ekki landamæraeftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2021 12:41 Birgir Jónsson forstjóri Play. Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þessar reglur taka gildi frá og með morgundeginum. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. „Þessi ákvörðun er tekin til að taka af allan vafa um að það sé nauðsynlegt að farþegar framvísi þessum neikvæðu prófum strax við mætingu í flug. Við höfum heyrt af fólki sem ætlaði sér í raun og veru að henda prófinu, ef það hefði reynst jákvætt, og fara í flugið og greiða sekt við komuna til Íslands til þess að minnka kostnaðinn við það að vera í sóttkví erlendis. Við tökum þessa ákvörðun til að vernda áhöfn og farþega,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í hádegisfréttum Bylgjunnar. Birgir telur að með þessu sé flugfélagið innan lagalegs ramma, en íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að snúa til síns heima. Skylda að tryggja öryggi farþega „Við erum ekki landamæraeftirlit. Það er ekki okkar hlutverk að hleypa farþegum til landsins. Við erum bara einkafyrirtæki sem er að fljúga farþegum og það er algjörlega okkar réttur eins og við túlkum það og í raun og veru okkar skylda að tryggja öryggi annarra farþega og okkar starfsmanna þannig að við metum þetta svo. Ég held að fólk væri mjög óánægt með það ef að við værum að fljúga sýktu fólki vísvitandi til landsins. Það yrði ekki litið jákvæðum augum á okkar fyrirtæki ef við myndum meta málið þannig.“ Félagið mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-prófi, í næsta flug flugfélagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, þegar þeir hafa framvísað neikvæðu prófi. „Það kemur ekki til auka kostnaðar fyrir farþegana af okkar hálfu en auðvitað þarf fólk að bera kostnað af því að vera erlendis í sóttkví á meðan að sýking stendur yfir.“ Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að bólusettum nægir að framvísa hraðprófi, en ekki einungis PCR-prófi, eins og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Play Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00 Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Neikvætt Covid-19 próf forsenda byrðingar hjá Play Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. 27. júlí 2021 12:00
Lögregla steig inn í rifrildi ferðamanna og starfsmanna flugvallarins Lögregla og öryggisverðir þurftu að skerast í leikinn þegar til rifrildis kom milli tveggja tilvonandi flugfarþega annars vegar og þjónustuaðila á vegum Play á Keflavíkurflugvelli hins vegar. 22. júlí 2021 16:53