Fótbolti

Kristófer Ingi í dönsku deildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristófer Ingi í leik með Willem II í hollensku deildinni þar sem hann lék á árunum 2017-2019.
Kristófer Ingi í leik með Willem II í hollensku deildinni þar sem hann lék á árunum 2017-2019. Vísir/Getty

Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið SønderjyskE. Hann kemur frá franska B-deildarfélaginu Grenoble.

Kristófer hélt út í atvinnumennsku árið 2017 þegar hann gekk til liðs við Willem II í hollensku deildinni.

Hann lék í Hollandi til ársins 2019, en þá gekk hann til liðs við Grenoble í frönsku B-deildinni. Hann hefur þó aðeins leikið sex leiki með Grenoble, en fór á láni til PSV á seinasta ári þar sem hann hefur leikið vel með varaliði félagsins í hollensku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×