Hversu lengi ætlum við að láta þetta yfir ykkur ganga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 22. júlí 2021 16:16 6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
6,5 milljarðar á síðustu þremur mánuðum og 14,1 milljarður á fyrri hluta ársins. Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja var rétt tæpir 37 milljarðar á þessum sex mánuðum. Það eru 36.900.000.000,00 kr. Ef við ímyndum okkur vél sem pentaði milljón á dag tæki það hana 101 ár að prenta hálfs árs hagnað bankanna þriggja. Landsframleiðsla á fyrri hluta þessa árs var líklega um 1440 milljarðar króna. Hagnaður bankanna þriggja var því um 2,5% af landsframleiðslu. Engin þjóð önnur á byggðu bóli myndi sætta sig við slíka geggjun. Hvað haldið þið að almenningur í Bandaríkjunum gerði ef tilkynnt væri að samanlagður hagnaður bankanna á Wall Street væri 570 milljarða Bandaríkjadala hagnað eitt árið? Þrír stærstu bankarnir í Noregi eru um 89% af bankakerfinu þar. Ef ég reikna hagnað þeirra upp eins og allt kerfið skilaði sambærilegum hagnaði þá nær það ekki 0,9% af landsframleiðslu. Ef Íslendingar byggju við sambærilegt bankakerfi myndi árlegur hagnaður íslensku bankanna lækka um 47 milljarða króna. Til hvers erum við að draga það fé út úr hagkerfinu og færa yfir í hagnaði bankakerfsins? Má fólk og fyrirtæki ekki bara halda þessu fé hjá sér, eins og raunin er í Noregi? Það er ekki eins og Norðmenn búi við sult og seiru vegna þess að bankakerfið græði ekki nóg. Fyrir fáeinum árum jókst hagnaður bankanna í Noregi svo samanlagður hagnaður þeirra sló hátt í 1,5% af landsframleiðslu. Það varð allt vitlaust í Noregi. Verkalýðshreyfingin, stjórnmálafólk, þingmenn og leiðarahöfundar blaðanna helltu sér yfir bankanna og tilkynntu þeim að Norðmenn væru ekki fávitar, þeir myndu aldrei sætta sig við að búa við blóðsugukerfi eins og bankarnir voru augljóslega að breytast í. En á Íslandi, hvað gerðist það? Ríkisstjórnin sér tækifæri til að selja ríkisbankana ódýrt, einkavæða þetta rör sem liggur ofan í mænu landsmanna það sem hægt er að soga upp alla orku úr fólki og fyrirtækjum. Og þegar 3% ríkasta fólkið á landinu fær tækifæri til að kaupa með góðum afslætti hlutdeild í þessum stjórnlausa gróða þá er það kynnt sem framfaraskref á Íslandi. Loksins, loksins, loksins erum við búin að færa þessa skattheimtu yfir til ríka fólksins. Það var slegið í bjöllu í Kauphöllinni og allir viðskiptablaðamenn landsins grétu yfir fegurð augnabliksins. 37 milljarða hagnaður bankana á fyrri hluta ársins gæti gefið til kynna að þeir endi árið með tæplega 74 milljarð hagnað eftir árið. Það er um 200 þús. kr. á hvert mannsbarn. 800 þús. kr. sem hver fjögurra manna fjölskylda borgar í hreinan hagnað til bankanna á hverju ári. Hversu lengi ætlar þjóðin að sætta sig við þessa geðveiki? Hvað er það sem bankarnir hafa gert fyrir ykkur svo þið sættið ykkur við að fertugasta hver króna sem rúllar í gegnum hagkerfið endi sem hreinn hagnaðar bankanna, eftir skatta og skyldur? Hvað gengur eiginlega að okkur þessari þjóð? Og svo eru þessar hörmungarfréttir birtar eins og þær séu fagnaðarefni. Nei, sko, bravó hvað bankarnir okkar eru duglegir? Talandi um gerandameðvirkni; góður guð, hvað þetta er sjúkt. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar