Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig? Eiríkur Björn Björgvinsson og Sigríður Ólafsdóttir skrifa 22. júlí 2021 08:00 Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Viðreisn Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun