Tveir loddarar lofa vegi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 8. júlí 2021 18:00 Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun