Tveir loddarar lofa vegi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 8. júlí 2021 18:00 Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú. Í ljós kom einnig að Sundabraut á samkvæmt ,,viljayfirlýsingunni“ að vera tilbúin eftir tíu ár! Semsagt að loknum tvennum alþingiskosningum og tvennum borgarstjórnarkosningum þegar umboð loddaranna tveggja verða löngu útrunnin. Þetta hlýtur að vera einn lengsti gúmmítékki sögunnar og minnir á þegar frambjóðandinn sagði við aðstoðarmanninn:,,Skrifaðu flugvöll!“ í undanfara kosninga hér um árið. Úr því loforði varð ekki heldur neitt. Rétt er að minna á að Sundabraut var fyrst lofað árið 1998 af borgarstjóra Samfylkingarinnar í tengslum við sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Það hillir því undir að Sundabraut verði tekin í notkun rúmum þrjátíu árum eftir að henni var fyrst lofað þ.e. ef maður trúir ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna tveggja.Það hefði hugsanlega mátt taka mark á ,,viljayfirlýsingu“ loddaranna ef minnstu upplýsingar um legu og tímasetningu hefðu fylgt. Rétt er að minna á að nú er gert ráð fyrir landtöku Sundabrautar í miðju athafnasvæði Samskipa. Fram hefur komið að ekkert hefur verið rætt við fyrirtækið vegna þessa en óljósar yfirlýsingar um nýjan viðlegukant hafa verið ámálgaðar.Kostnaðargreining er ekki til. Í næsta nágrenni á að endurreisa kynlífshjálpartækjabúð og breyta í barnaheimili. Minnir upphaf þeirrar framkvæmdar mjög á braggabyggingu sem löngu er orðin fræg að endemum og keyrð var áfram á lögbrotum eins og títt er um framkvæmdir og útboð Reykjavíkurborgar. Það er því að engu hafandi þó tveir loddarar komi saman og skelli í góm fyrir framan ljósmyndara um leið og þeir undirrita ómerkilegan kosningavíxil. Höfundur er þingmaður Miðflokkins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun